Innlent

Sala á sólarlandaferðum orðin eins og fyrir hrun

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Það er nóg að gera hjá ferðaskrifstofum landsins, en sólarlandaferðir mokseljast þessa dagana og uppselt er í flestar ferðir í vetur. Starfsfólk ferðaskrifstofanna segja að salan sé orðin eins og fyrir hrun, enda sé landinn sé kominn nóg af kulda og slabbi. 

Jónína Birna Björnsdóttir, markaðsstjóri hjá Úrval útsýn og Sumarferðum segir að fólk vilji helst fara til Spánar þar sem nokkuð öruggt sé að sólin skíni allan ársins hring. Þeir sem hafa tök á að fara suður á bóginn yfir vetrartímann gera það en aðrir eru tímanlega í að  tryggja sér sólina í sumar.

Guðrún Sigurgeirsdóttir framleiðslustjóri hjá VITA, segir að sala á sólarlandaferðum hafi ekki verið meiri síðan fyrir hrun.

Fólk vill bara sól, sjó og strönd og gott veður“, segir hún. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×