Erlent

Málefni Úkraínu rædd á fundi ráðherra ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, mætir til fundarins í Ríga.
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, mætir til fundarins í Ríga. Vísir/AFP
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Riga í dag. Fastlega er búist við að málefni Úkraínu verði ofarlega á baugi.

Stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum hafa öll lýst yfir áhyggjum af því sem þau lýsa sem sífellt árásargjarnara viðmóti stjórnvalda í Moskvu.

Í frétt BBC segir að Litháar hafi endurvakið herskyldu og að Eistar saki Rússlandsstjórn um að standa að baki fjölda tölvuárása á landið.

Þá segir að Eystrasaltsríkin telji NATO og ESB ekki hafa brugðist nægilega hratt við breyttu viðmóti Rússlandsstjórnar.

Lettar gegna nú formennsku í ráðherraráði ESB.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×