Sigurður Ingi: Afnám tolla myndi kippa fótunum undan byggð hringinn í kringum landið ingvar haraldsson skrifar 4. mars 2015 12:50 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að afnám tolla myndi kippa fótunum undan byggð hringinn í kringum landið en hann var í viðtali í útvarpsþættinum „Í bítið“ á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvaða áhrif afnám tolla á landbúnaðarafurðir til Íslands sagði Sigurður Ingi: „Ætli það gæti ekki þýtt miðað við það sem menn voru að velta fyrir sér í nautgriparæktun og mjólkurframleiðsluna gæti það minnkað um 20, 30 jafnvel 40 prósent. Og þá sjái þið þá dreifingu sem búskapurinn hefur um landið og er undirstaða þess m.a. að það er gaman að keyra um landið og gaman fyrir túristana að koma og gaman fyrir túristana kaupa íslenskan mat. Það myndi svolítið kippa fótunum undan byggð hringinn í kringum landið,“ sagði Sigurður Ingi.Segir umræðuna um sveppi „smá upphlaup“ Þá báru fréttir um skort á sveppum í landinu einnig á góma. Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytið hefur verið sakað um að draga lappirnar í að fella niður tolla á innflutta sveppi líkt og því ber að gera ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Sveppaskortur hefur verið í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum. Sjá einnig: Embættismenn draga lappirnar í sveppum Sigurður Ingi sagði umræðuna „smá upphlaup“ og bar saman tolla á sveppum á Íslandi og skyri til ESB.Skortur hefur verið á sveppum í íslenskum verslunum að undanförnu.vísir/stefán„Staðreyndin er sú að þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði síðan 2002 og síðan 2012 er 80 krónur verðtollur á sveppum. Þú mátt flytja inn eins mikið af sveppum og þú vilt en borgar 80 krónur á kílóið. Og til samanburðar af því það er alltaf látið í það skína öðru hvoru að tollar séu eitthvað sér íslenskt fyrirbæri þá erum við að flytja skyr inn á Evrópusambandið. Ef að við nýtum þennan tollkvóta þar alveg eins og menn nýta tollkvóta hér til íslands. Það sem er umfram tollkvótann þarf að borga 300 krónur á kílóið,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var einnig spurður hvers vegna verndartollar væru á vörum sem ekki væru framleiddar hér á landi t.d. Parmesan osti. Sigurður Ingi sagði að tollarnir væru vegna þess að matvæli væru í innbyrðis samkeppni. Þá sagði hann að Ísland hefði átt í viðræðum við ESB um opna tollkvóta. Ísland gæti þá komið flutt meira af skyri til ESB án þess að greiða 300 króna tollkvóta en íbúar ESB gætu á móti flutt inn landbúnaðarafurðir, þar á meðal hina ýmsu osta.Segir nauthakk hafa hækkað við lækkun tolla Vegna ummæla formanns Bændasamtakanna um helgina um hvort verslunareigendum væri treystandi til þess að skila lækkunum á tolli til neytenda sagðist Sigurður Ingi telja að verslunin væri fús og viljug til að gera eins vel og hún gæti. Sjá einnig: Segir flest bend til þess að stórkaupmenn hugsi aðeins um eigin hag Hins vegar sagði Sigurður Ingi að verð á hakki hefði hækkað við lækkun tolla. „En talandi um þennan tollkvóta á nautakjötinu, þessu hakkefni, þar sem verðið var með verndartollum einhverjar 600-700 krónur en fór niður í 270 krónur. Heimsmarkaðsverðið á vörunni lækkaði um 15 prósent en hækkaði út í búð á Íslandi. En kannski var þetta bara einstakt tilfallandi tilfelli,“ sagði Sigurður Ingi. Tengdar fréttir Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er skylt að fella niður tolla þegar það er skortur. Það hefur hann ekki gert og ráðuneytið svarar ekki erindi dreifingaraðila. 1. mars 2015 18:55 Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00 Tollar helmingur af verði innflutts alifuglakjöti Félag atvinnurekenda segir heimild til að hækka verulega tollkvóta á innfluttu kjöti. 24. janúar 2015 10:00 Segir stórfellda tollalækkun fara gegn landbúnaðarstefnu Landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem heimilar innflutning á erfðaefni úr holdanautum. Segir almennt ekki ríkja kjötskort á markaði. Tollavernd sé hluti stuðnings við innlenda matvælaframleiðslu. 14. febrúar 2015 13:00 Um fjórðungur af nautakjöti innfluttur Kjötinnflutningur jókst um 61 prósent árið 2014. Þá varð fjórföldun í innflutningi á nautakjöti. Stefnt er á innflutning sæðis og fósturvísa til kjötframleiðslu. 13. febrúar 2015 10:45 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að afnám tolla myndi kippa fótunum undan byggð hringinn í kringum landið en hann var í viðtali í útvarpsþættinum „Í bítið“ á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvaða áhrif afnám tolla á landbúnaðarafurðir til Íslands sagði Sigurður Ingi: „Ætli það gæti ekki þýtt miðað við það sem menn voru að velta fyrir sér í nautgriparæktun og mjólkurframleiðsluna gæti það minnkað um 20, 30 jafnvel 40 prósent. Og þá sjái þið þá dreifingu sem búskapurinn hefur um landið og er undirstaða þess m.a. að það er gaman að keyra um landið og gaman fyrir túristana að koma og gaman fyrir túristana kaupa íslenskan mat. Það myndi svolítið kippa fótunum undan byggð hringinn í kringum landið,“ sagði Sigurður Ingi.Segir umræðuna um sveppi „smá upphlaup“ Þá báru fréttir um skort á sveppum í landinu einnig á góma. Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytið hefur verið sakað um að draga lappirnar í að fella niður tolla á innflutta sveppi líkt og því ber að gera ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Sveppaskortur hefur verið í landinu vegna framleiðslubrests hjá Flúðasveppum. Sjá einnig: Embættismenn draga lappirnar í sveppum Sigurður Ingi sagði umræðuna „smá upphlaup“ og bar saman tolla á sveppum á Íslandi og skyri til ESB.Skortur hefur verið á sveppum í íslenskum verslunum að undanförnu.vísir/stefán„Staðreyndin er sú að þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði síðan 2002 og síðan 2012 er 80 krónur verðtollur á sveppum. Þú mátt flytja inn eins mikið af sveppum og þú vilt en borgar 80 krónur á kílóið. Og til samanburðar af því það er alltaf látið í það skína öðru hvoru að tollar séu eitthvað sér íslenskt fyrirbæri þá erum við að flytja skyr inn á Evrópusambandið. Ef að við nýtum þennan tollkvóta þar alveg eins og menn nýta tollkvóta hér til íslands. Það sem er umfram tollkvótann þarf að borga 300 krónur á kílóið,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi var einnig spurður hvers vegna verndartollar væru á vörum sem ekki væru framleiddar hér á landi t.d. Parmesan osti. Sigurður Ingi sagði að tollarnir væru vegna þess að matvæli væru í innbyrðis samkeppni. Þá sagði hann að Ísland hefði átt í viðræðum við ESB um opna tollkvóta. Ísland gæti þá komið flutt meira af skyri til ESB án þess að greiða 300 króna tollkvóta en íbúar ESB gætu á móti flutt inn landbúnaðarafurðir, þar á meðal hina ýmsu osta.Segir nauthakk hafa hækkað við lækkun tolla Vegna ummæla formanns Bændasamtakanna um helgina um hvort verslunareigendum væri treystandi til þess að skila lækkunum á tolli til neytenda sagðist Sigurður Ingi telja að verslunin væri fús og viljug til að gera eins vel og hún gæti. Sjá einnig: Segir flest bend til þess að stórkaupmenn hugsi aðeins um eigin hag Hins vegar sagði Sigurður Ingi að verð á hakki hefði hækkað við lækkun tolla. „En talandi um þennan tollkvóta á nautakjötinu, þessu hakkefni, þar sem verðið var með verndartollum einhverjar 600-700 krónur en fór niður í 270 krónur. Heimsmarkaðsverðið á vörunni lækkaði um 15 prósent en hækkaði út í búð á Íslandi. En kannski var þetta bara einstakt tilfallandi tilfelli,“ sagði Sigurður Ingi.
Tengdar fréttir Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er skylt að fella niður tolla þegar það er skortur. Það hefur hann ekki gert og ráðuneytið svarar ekki erindi dreifingaraðila. 1. mars 2015 18:55 Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00 Tollar helmingur af verði innflutts alifuglakjöti Félag atvinnurekenda segir heimild til að hækka verulega tollkvóta á innfluttu kjöti. 24. janúar 2015 10:00 Segir stórfellda tollalækkun fara gegn landbúnaðarstefnu Landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem heimilar innflutning á erfðaefni úr holdanautum. Segir almennt ekki ríkja kjötskort á markaði. Tollavernd sé hluti stuðnings við innlenda matvælaframleiðslu. 14. febrúar 2015 13:00 Um fjórðungur af nautakjöti innfluttur Kjötinnflutningur jókst um 61 prósent árið 2014. Þá varð fjórföldun í innflutningi á nautakjöti. Stefnt er á innflutning sæðis og fósturvísa til kjötframleiðslu. 13. febrúar 2015 10:45 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Embættismenn draga lappirnar í sveppunum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er skylt að fella niður tolla þegar það er skortur. Það hefur hann ekki gert og ráðuneytið svarar ekki erindi dreifingaraðila. 1. mars 2015 18:55
Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00
Tollar helmingur af verði innflutts alifuglakjöti Félag atvinnurekenda segir heimild til að hækka verulega tollkvóta á innfluttu kjöti. 24. janúar 2015 10:00
Segir stórfellda tollalækkun fara gegn landbúnaðarstefnu Landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem heimilar innflutning á erfðaefni úr holdanautum. Segir almennt ekki ríkja kjötskort á markaði. Tollavernd sé hluti stuðnings við innlenda matvælaframleiðslu. 14. febrúar 2015 13:00
Um fjórðungur af nautakjöti innfluttur Kjötinnflutningur jókst um 61 prósent árið 2014. Þá varð fjórföldun í innflutningi á nautakjöti. Stefnt er á innflutning sæðis og fósturvísa til kjötframleiðslu. 13. febrúar 2015 10:45