Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. mars 2015 15:33 Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. RÚV „Ég hef ekkert að fela og það er verið að reyna að búa til einhvern ógnvald úr þessu,“ segir Júlíus Júlíusson sem farið hefur farm á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum verður sýnt myndefni sem tekið var upp með falinni myndavél þegar Júlíus hittir Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, í þeim tilgangi að heila hann.Segir upptökuna tala sínu máli„Ef þetta hefði verið þannig að ég væri boðin til að koma þarna og útskýra hvað ég er að gera þá hefði þetta litið öðru vísi við. Því ég hef ekkert að fela,“ segir hann. Júlíus segir að hann hafi hitt Guðjón mörgum sinnumSjá einnig: Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins „Svo eru þeir að snúa öllu á skjön og láta lýta út fyrir að ég sé einhver loddari,“ segir Júlíus sem segir að upptakan tali sem betur fer sínu máli. „En svo verður kannski ekki allt sýnt. Ég mætti þarna samtals í fimm klukkutíma og þeir eru ekki að fara sýna fimm klukkutíma. Þeir eru kannski að fara klippa eitthvað út til að draga úr samhengi.“Segist jafnvægisstilla orkukerfiðJúlíus segir að Guðjón hafi sjálfur óskað eftir því að hann kæmi til hans til að veita honum heilun sem hann hefur sérhæft sig í. Hann segist ekki lofað neinum lækningum en að hann vonaðist til að hún myndi hjálpa. „Þetta er ekki meðferð, engin loforð. Ég segi það alltaf að ég lofa ekki neinu. Ég jafnvægisstilli orkukerfi líkamans og svo sjáum við bara hvað kemur út úr því,“ segir Júlíus um heilunina sem hann bauð Guðjóni upp á.Bauð jarðtengjandi armband„Í einum af þessum fundi sem ég var með honum bauð ég honum „grounding“ armband á kostnaðarverði og svo bauð ég honum nanovatn sem ég taldi að gæti gert honum gott líka,“ segir Júlíus sem hafnar því að vera sölumaður. „Þá er verið að gera mig að einhverjum ljótum sölumanni fyrir að reyna að hafa fé af fólki. Samt er ég búinn að mæta til hans níu sinnum og eyða fimm klukkutímum með honum og allt frítt,“ segir hann.Segist venjulegur maður Júlíus segir að hann gangi ekki í hús til að selja vörur. „Ég kem þarna bara sem venjulegur maður, hef áhuga á þessum hlutum og ég átti þetta armband bara sjálfur,“ segir hann. Júlíus rekur þó fyrirtæki sem í gær var bannað að selja drykkina Energy for you og Wayback Water þar sem þeir voru framleiddir án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Júlíus segir að armbandið og heilunin sem hann bauð Guðjóni upp á hafi ekki tengst því fyrirtæki. „Þetta var bara mín prívat eign,“ segir hann. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
„Ég hef ekkert að fela og það er verið að reyna að búa til einhvern ógnvald úr þessu,“ segir Júlíus Júlíusson sem farið hefur farm á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum verður sýnt myndefni sem tekið var upp með falinni myndavél þegar Júlíus hittir Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, í þeim tilgangi að heila hann.Segir upptökuna tala sínu máli„Ef þetta hefði verið þannig að ég væri boðin til að koma þarna og útskýra hvað ég er að gera þá hefði þetta litið öðru vísi við. Því ég hef ekkert að fela,“ segir hann. Júlíus segir að hann hafi hitt Guðjón mörgum sinnumSjá einnig: Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins „Svo eru þeir að snúa öllu á skjön og láta lýta út fyrir að ég sé einhver loddari,“ segir Júlíus sem segir að upptakan tali sem betur fer sínu máli. „En svo verður kannski ekki allt sýnt. Ég mætti þarna samtals í fimm klukkutíma og þeir eru ekki að fara sýna fimm klukkutíma. Þeir eru kannski að fara klippa eitthvað út til að draga úr samhengi.“Segist jafnvægisstilla orkukerfiðJúlíus segir að Guðjón hafi sjálfur óskað eftir því að hann kæmi til hans til að veita honum heilun sem hann hefur sérhæft sig í. Hann segist ekki lofað neinum lækningum en að hann vonaðist til að hún myndi hjálpa. „Þetta er ekki meðferð, engin loforð. Ég segi það alltaf að ég lofa ekki neinu. Ég jafnvægisstilli orkukerfi líkamans og svo sjáum við bara hvað kemur út úr því,“ segir Júlíus um heilunina sem hann bauð Guðjóni upp á.Bauð jarðtengjandi armband„Í einum af þessum fundi sem ég var með honum bauð ég honum „grounding“ armband á kostnaðarverði og svo bauð ég honum nanovatn sem ég taldi að gæti gert honum gott líka,“ segir Júlíus sem hafnar því að vera sölumaður. „Þá er verið að gera mig að einhverjum ljótum sölumanni fyrir að reyna að hafa fé af fólki. Samt er ég búinn að mæta til hans níu sinnum og eyða fimm klukkutímum með honum og allt frítt,“ segir hann.Segist venjulegur maður Júlíus segir að hann gangi ekki í hús til að selja vörur. „Ég kem þarna bara sem venjulegur maður, hef áhuga á þessum hlutum og ég átti þetta armband bara sjálfur,“ segir hann. Júlíus rekur þó fyrirtæki sem í gær var bannað að selja drykkina Energy for you og Wayback Water þar sem þeir voru framleiddir án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Júlíus segir að armbandið og heilunin sem hann bauð Guðjóni upp á hafi ekki tengst því fyrirtæki. „Þetta var bara mín prívat eign,“ segir hann.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent