Árásarmennirnir í Túnis nafngreindir Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2015 09:59 Þúsundir Túnisa söfnuðust í gærkvöldi saman fyrir utan Bardo-safnið til að kveikja á kertum og syrgja hina látnu. Vísir/AFP Túníska innanríkisráðuneytið nafngreindi í morgun mennina sem drápu nítján manns og særðu fjörutíu í árás sinni á Bardo-safnið í miðborg Túnisborgar í gær. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að árásarmennirnir hafi verið Túnisarnir Yassine Abidi og Hatem Khachnaoui. Þeir létust báðir í áhlaupi lögreglu.Í frétt BBC kemur fram að ekki hafi borist frekari upplýsingar um árásarmennina en að sögn kunna tveir eða þrír sem aðstoðuðu þá Abidi og Khachnaoui enn að ganga lausir. Beji Caid Essebsi, forseti Túnis, segir landið nú eiga í stríði gegn hryðjuverkum. Sautján erlendir ferðamenn, lögreglumaður og rútubílstjóri létust í árásinni. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásarmennirnir skutu á hóp ferðamanna þegar þeir fóru úr rútu sinni fyrir utan safnið. Fjöldi fólks flúði þá inn í safnið þar sem þeir Abidi og Khachnaoui héldu tugi manna í gíslingu. Ferðamennirnir komu frá Japan, Ítalíu, Kólumbíu, Ástralíu, Frakklandi, Póllandi og Spáni. Árásin er mikið áfall fyrir landið þar sem ferðamannaþjónusta er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu. Þúsundir Túnisa söfnuðust í gærkvöldi saman fyrir utan safnið til að kveikja á kertum og syrgja hina látnu. „Árásinni var ekki einungis beint að ferðamönnum og Túnisum, en einnig því frjálsa og umburðarlynda samfélagi sem Túnisar hafa barist við að byggja upp síðustu fjögur árin,“ segir Eric Goldstein, talsmaður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Túnis er það land sem hefur gengið í gegnum mestu lýðræðisumbætur meðal þeirra landa sem gengu í gegnum „arabíska vorið“ fyrir um fjórum árum. Nokkrar frjálsar kosningar hafa átt sér stað í landinu síðustu árin. Tengdar fréttir Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50 Íslamska ríkið hefur margoft kallað eftir árásum í Túnis Stuðningsmenn ISIS hafa gefið í skyn að samtökin hafi staðið að baki árásinni. 18. mars 2015 19:33 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Túníska innanríkisráðuneytið nafngreindi í morgun mennina sem drápu nítján manns og særðu fjörutíu í árás sinni á Bardo-safnið í miðborg Túnisborgar í gær. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að árásarmennirnir hafi verið Túnisarnir Yassine Abidi og Hatem Khachnaoui. Þeir létust báðir í áhlaupi lögreglu.Í frétt BBC kemur fram að ekki hafi borist frekari upplýsingar um árásarmennina en að sögn kunna tveir eða þrír sem aðstoðuðu þá Abidi og Khachnaoui enn að ganga lausir. Beji Caid Essebsi, forseti Túnis, segir landið nú eiga í stríði gegn hryðjuverkum. Sautján erlendir ferðamenn, lögreglumaður og rútubílstjóri létust í árásinni. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásarmennirnir skutu á hóp ferðamanna þegar þeir fóru úr rútu sinni fyrir utan safnið. Fjöldi fólks flúði þá inn í safnið þar sem þeir Abidi og Khachnaoui héldu tugi manna í gíslingu. Ferðamennirnir komu frá Japan, Ítalíu, Kólumbíu, Ástralíu, Frakklandi, Póllandi og Spáni. Árásin er mikið áfall fyrir landið þar sem ferðamannaþjónusta er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu. Þúsundir Túnisa söfnuðust í gærkvöldi saman fyrir utan safnið til að kveikja á kertum og syrgja hina látnu. „Árásinni var ekki einungis beint að ferðamönnum og Túnisum, en einnig því frjálsa og umburðarlynda samfélagi sem Túnisar hafa barist við að byggja upp síðustu fjögur árin,“ segir Eric Goldstein, talsmaður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Túnis er það land sem hefur gengið í gegnum mestu lýðræðisumbætur meðal þeirra landa sem gengu í gegnum „arabíska vorið“ fyrir um fjórum árum. Nokkrar frjálsar kosningar hafa átt sér stað í landinu síðustu árin.
Tengdar fréttir Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50 Íslamska ríkið hefur margoft kallað eftir árásum í Túnis Stuðningsmenn ISIS hafa gefið í skyn að samtökin hafi staðið að baki árásinni. 18. mars 2015 19:33 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50
Íslamska ríkið hefur margoft kallað eftir árásum í Túnis Stuðningsmenn ISIS hafa gefið í skyn að samtökin hafi staðið að baki árásinni. 18. mars 2015 19:33