Vilja umbylta landbúnaðarstefnu Samfylkingarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 08:14 Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. Vísir Ungir jafnaðarmenn ætla að berjast gegn „íhaldssömum jafnaðarmönnum“ á landsfundi Samfylkingar sem hefst á morgun, 20. mars á Hótel Sögu. Í yfirlýsingu sem Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér segja þeir að ekki verði veittur neinn afsláttur af baráttumálum þeirra á landsfundinum. Þeir vilja umbylta landbúnaðarstefnu flokksins og hafna olíuvinnslu og biðjast afsökunar á ferlinu tengdri henni. Þá vilja þeir einnig aðskilnað ríkis og kirkju og færa kosningaaldur niður í 16 ár. Yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ungir jafnaðarmenn munu ekki veita neinn afslátt af baráttumálum sínum á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir að flokkurinn verði að aðlaga sig nútímanum og boðar harða baráttu Ungra jafnaðarmanna gegn þeim sem hún kallar “íhaldssama jafnaðarmenn”.Fyrir landsfundi liggja tvær umdeildar tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum, önnur í olíumálum og hin í landbúnaðarmálum. Í landbúnaðarmálum leggja þeir til að allt kerfið verði endurskoðað með það að markmiði að auka nýliðun í greininni og stuðla að nýsköpun, samkeppni og sjálfbærni.„Ungir jafnaðarmenn vilja nútímalega og skynsama stefnu í landbúnaði. Við reyndum að leggja fram ansi róttæka tillögu í þeim efnum kosningaárið 2013 en forysta flokksins stöðvaði framgang hennar. Nýja tillagan er sambærileg og mun væntanlega hrista rækilega upp í fundinum,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.Olíutillagan felur í sér að Samfylkingin hafni olíuvinnslu við Íslandsstrendur. Tillagan er róttæk og líkleg til að vekja heitar umræður. Sérstakur olíuhópur Samfylkingarinnar hefur unnið að stefnumótun flokksins í olíumálum síðastliðið ár. Hann hefur staðið fyrir málefnastarfi og meðal annars haldið fjölsóttan og ítarlegan fund um málið. Þrátt fyrir það er ekki neinnar efnislegrar tillögu að vænta frá hópnum.„Olíuhópurinn hefur haft heilt ár og tillaga hans til þessa landsfundar verður að fresta stefnumótun í þessu máli um tvö ár í viðbót. Það er með öllu óásættanlegt og skoðun okkar er sú að það er löngu kominn tími til þess að flokkurinn taki afstöðu í þessu mikilvæga máli og biðjist afsökunar á hlut sínum í því,“ segir Eva.Þriðja áherslumál Ungra jafnaðarmanna á landsfundi varðar jafnrétti trúfélaga. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju liggur fyrir lýðræðis-, jafnréttis- og stjórnfestunefnd flokksins.„Jafnaðarmannaflokkur er það bara að nafninu til ef hann styður forréttindastöðu eins trúfélags á kostnað allra hina. Ungir jafnaðarmenn krefjast fulls jafnréttis trúfélaga á Íslandi og munu berjast af hörku gegn íhaldssömum jafnaðarmönnum um það mál,“ segir Eva.„Fyrir sömu nefnd liggur tillaga um lækkun almenns kosningaaldurs í 16 ár. Markmiðið með lækkun kosningaaldurs er að auka stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Við í Ungum jafnaðarmönnum höfum fulla trú á því að þessi tillaga nái fram að ganga, enda eru 16 ára einstaklingar fullfærir um að hugsa og mynda sér sínar eigin stjórnmálaskoðanir,“ segir Eva. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn ætla að berjast gegn „íhaldssömum jafnaðarmönnum“ á landsfundi Samfylkingar sem hefst á morgun, 20. mars á Hótel Sögu. Í yfirlýsingu sem Ungir jafnaðarmenn hafa sent frá sér segja þeir að ekki verði veittur neinn afsláttur af baráttumálum þeirra á landsfundinum. Þeir vilja umbylta landbúnaðarstefnu flokksins og hafna olíuvinnslu og biðjast afsökunar á ferlinu tengdri henni. Þá vilja þeir einnig aðskilnað ríkis og kirkju og færa kosningaaldur niður í 16 ár. Yfirlýsingu Ungra jafnaðarmanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ungir jafnaðarmenn munu ekki veita neinn afslátt af baráttumálum sínum á komandi landsfundi Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir að flokkurinn verði að aðlaga sig nútímanum og boðar harða baráttu Ungra jafnaðarmanna gegn þeim sem hún kallar “íhaldssama jafnaðarmenn”.Fyrir landsfundi liggja tvær umdeildar tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum, önnur í olíumálum og hin í landbúnaðarmálum. Í landbúnaðarmálum leggja þeir til að allt kerfið verði endurskoðað með það að markmiði að auka nýliðun í greininni og stuðla að nýsköpun, samkeppni og sjálfbærni.„Ungir jafnaðarmenn vilja nútímalega og skynsama stefnu í landbúnaði. Við reyndum að leggja fram ansi róttæka tillögu í þeim efnum kosningaárið 2013 en forysta flokksins stöðvaði framgang hennar. Nýja tillagan er sambærileg og mun væntanlega hrista rækilega upp í fundinum,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna.Olíutillagan felur í sér að Samfylkingin hafni olíuvinnslu við Íslandsstrendur. Tillagan er róttæk og líkleg til að vekja heitar umræður. Sérstakur olíuhópur Samfylkingarinnar hefur unnið að stefnumótun flokksins í olíumálum síðastliðið ár. Hann hefur staðið fyrir málefnastarfi og meðal annars haldið fjölsóttan og ítarlegan fund um málið. Þrátt fyrir það er ekki neinnar efnislegrar tillögu að vænta frá hópnum.„Olíuhópurinn hefur haft heilt ár og tillaga hans til þessa landsfundar verður að fresta stefnumótun í þessu máli um tvö ár í viðbót. Það er með öllu óásættanlegt og skoðun okkar er sú að það er löngu kominn tími til þess að flokkurinn taki afstöðu í þessu mikilvæga máli og biðjist afsökunar á hlut sínum í því,“ segir Eva.Þriðja áherslumál Ungra jafnaðarmanna á landsfundi varðar jafnrétti trúfélaga. Tillaga um aðskilnað ríkis og kirkju liggur fyrir lýðræðis-, jafnréttis- og stjórnfestunefnd flokksins.„Jafnaðarmannaflokkur er það bara að nafninu til ef hann styður forréttindastöðu eins trúfélags á kostnað allra hina. Ungir jafnaðarmenn krefjast fulls jafnréttis trúfélaga á Íslandi og munu berjast af hörku gegn íhaldssömum jafnaðarmönnum um það mál,“ segir Eva.„Fyrir sömu nefnd liggur tillaga um lækkun almenns kosningaaldurs í 16 ár. Markmiðið með lækkun kosningaaldurs er að auka stjórnmálaþátttöku ungs fólks. Við í Ungum jafnaðarmönnum höfum fulla trú á því að þessi tillaga nái fram að ganga, enda eru 16 ára einstaklingar fullfærir um að hugsa og mynda sér sínar eigin stjórnmálaskoðanir,“ segir Eva.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira