Erlent

Brjóstamjólkin gerir gæfumuninn

Vísir/EPA
Langtíma rannsókn sem gerð var í Brasilíu bendir til þess að tengsl séu á milli gáfnafars og hvort viðkomandi hafi fengið brjóstamjólk í bernsku. Fylgst var með afkomu 3500 barna af öllum stéttum í landinu og í ljó kom að þeir sem voru lengur á brjósti en meðaltalið mældust að jafnaði hærri í greindarprófum þegar komið var á fullorðinsár.

Skýrsluhöfundarnir segja að þetta renni stoðum undir þær kenningar að best sé að gefa ungabörnum ekkert nema brjóstamjólk fyrsta hálfa árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×