Fótbolti

Arnór bjargaði stigi gegn toppliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór í landsleik.
Arnór í landsleik. vísir/getty
Arnór Smárason var bjargvættur Torpedo Moskvu þegar liðið náði í stig gegn stórliði Zenit frá Pétursborg í rússnesku úrvalsdeildinni, en lokatölur 1-1.

Zenit, sem er í efsta sæti deildarinnar, komst yfir með marki frá Hulk. Arnóri var skipt inná eftir rúman klukkutíma og hann skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma.

Torpedo er í tólfta sæti deildarinnar af sextán mögulegum, en liðið er tveimur stigum fyrir ofan svoköllum umspilssæti. Zenit er á toppnum með fimm stiga forystu á CSKA Moskvu.

Arnór er á láni frá Helsingborg, en hann verður á láni hjá rússneska liðinu fram á sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×