Leroy Sané kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik og lék sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni. Hann jafnaði metin í 3-3 á 57. mínútu leiksins.
Leroy Sané er aðeins 19 ára og 58 daga gamall og hann varð þar með yngsti leikmaðurinn til að skora gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.
Sané sem er þýskur unglingalandsliðsmaður hefur skorað 1 mark í 6 leikjum með Schalke 04 í þýsku deildinni í vetur.
Hollendingurinn Patrick Kluivert átti metið en hann var 19 ára og 144 daga gamall þegar hann skoraði á móti Real Madrid tímabilið 1994-95.
Það er hægt að sjá markið hans Leroy Sané hér fyrir neðan.