Segir pólitísk fingraför á tillögum um fjölgun seðlabankastjóra ingvar haraldsson skrifar 23. mars 2015 19:00 Þórólfi Matthíassyni hugnast illa hugmyndir um fjölgun seðlabankastjóra. vísir/arnþór/kristinn „Mér finnst óþarfi að hafa þá þrjá og það lyktar af pólitískri skiptingu,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um tillögur nefndar um endurskoðun laga um Seðlabankann. Í tillögunum er lagt til að seðlabankastjórar verði þrír. „Þó að þeir skrifi mjög mikið um það að það eigi ekki að verða, þá finnst mér það frekar þunn röksemdafærsla og augljóst að stjórnmálamennirnir ætla sér að vera með puttana í þessu áfram,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að núverandi kerfi gangi ágætlega. Seðlabankastjórar eru nú tveir, Már Guðmundsson aðalseðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Þá ákveður peningastefnunefnd stýrivexti en í henni eru fimm manns. Tveir aðilar skipaðir af fjármálaráðherra, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og einn af yfirmönnum bankans á sviði peningamála. Lagt er til að seðlabankastjórarnir þrír muni taka sæti í peningastefnunefndinni og áfram verði tveir meðlimir hennar skipaðir af fjármálaráðherra. Þórólfur bendir því á að seðlabankastjóri sé ekki einráður um málefni bankans. „Peningastefnunefndin tekur mikilvægar ákvarðanir og það er ekki lagt á hendur þessa eina manns,“ segir Þórólfur.Telur ákvæði um nafnleynd líta illa út „Þetta ákvæði um nafnleynd umsækjenda slær mig illa,“ segir Þórólfur en í tillögunum er lagt til að nafnleynd ríki um umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra. „Það býður upp á vandamál. Ef menn eru ekki tilbúnir að standa við umsókn um svona stöðu, eiga þeir ekki að sækja um,“ segir Þórólfur.Ekki auðvelt að finna þrjá hæfa „Það er ekkert auðvelt að finna þrjá menn sem eru faglega hæfir og með stjórnunarreynslu úr bankakerfinu sem uppfylla þetta. Innan bankakerfisins verða menn of tengdir svo það er erfitt að finna menn þaðan sem eru nægjanlega óháðir. Yfirleitt verður þetta fólk að koma innan úr seðlabankanum eða úr erlendum seðlabönkum eins og Már gerði eiginlega. Það er ekki margir sem uppfylla þessi skilyrði og það þrefaldar vandræðin. Þá er verið að ná öðrum markmiðum í mínum huga,“ segir Þórólfur. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Mér finnst óþarfi að hafa þá þrjá og það lyktar af pólitískri skiptingu,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um tillögur nefndar um endurskoðun laga um Seðlabankann. Í tillögunum er lagt til að seðlabankastjórar verði þrír. „Þó að þeir skrifi mjög mikið um það að það eigi ekki að verða, þá finnst mér það frekar þunn röksemdafærsla og augljóst að stjórnmálamennirnir ætla sér að vera með puttana í þessu áfram,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að núverandi kerfi gangi ágætlega. Seðlabankastjórar eru nú tveir, Már Guðmundsson aðalseðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Þá ákveður peningastefnunefnd stýrivexti en í henni eru fimm manns. Tveir aðilar skipaðir af fjármálaráðherra, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og einn af yfirmönnum bankans á sviði peningamála. Lagt er til að seðlabankastjórarnir þrír muni taka sæti í peningastefnunefndinni og áfram verði tveir meðlimir hennar skipaðir af fjármálaráðherra. Þórólfur bendir því á að seðlabankastjóri sé ekki einráður um málefni bankans. „Peningastefnunefndin tekur mikilvægar ákvarðanir og það er ekki lagt á hendur þessa eina manns,“ segir Þórólfur.Telur ákvæði um nafnleynd líta illa út „Þetta ákvæði um nafnleynd umsækjenda slær mig illa,“ segir Þórólfur en í tillögunum er lagt til að nafnleynd ríki um umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra. „Það býður upp á vandamál. Ef menn eru ekki tilbúnir að standa við umsókn um svona stöðu, eiga þeir ekki að sækja um,“ segir Þórólfur.Ekki auðvelt að finna þrjá hæfa „Það er ekkert auðvelt að finna þrjá menn sem eru faglega hæfir og með stjórnunarreynslu úr bankakerfinu sem uppfylla þetta. Innan bankakerfisins verða menn of tengdir svo það er erfitt að finna menn þaðan sem eru nægjanlega óháðir. Yfirleitt verður þetta fólk að koma innan úr seðlabankanum eða úr erlendum seðlabönkum eins og Már gerði eiginlega. Það er ekki margir sem uppfylla þessi skilyrði og það þrefaldar vandræðin. Þá er verið að ná öðrum markmiðum í mínum huga,“ segir Þórólfur.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira