Segir pólitísk fingraför á tillögum um fjölgun seðlabankastjóra ingvar haraldsson skrifar 23. mars 2015 19:00 Þórólfi Matthíassyni hugnast illa hugmyndir um fjölgun seðlabankastjóra. vísir/arnþór/kristinn „Mér finnst óþarfi að hafa þá þrjá og það lyktar af pólitískri skiptingu,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um tillögur nefndar um endurskoðun laga um Seðlabankann. Í tillögunum er lagt til að seðlabankastjórar verði þrír. „Þó að þeir skrifi mjög mikið um það að það eigi ekki að verða, þá finnst mér það frekar þunn röksemdafærsla og augljóst að stjórnmálamennirnir ætla sér að vera með puttana í þessu áfram,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að núverandi kerfi gangi ágætlega. Seðlabankastjórar eru nú tveir, Már Guðmundsson aðalseðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Þá ákveður peningastefnunefnd stýrivexti en í henni eru fimm manns. Tveir aðilar skipaðir af fjármálaráðherra, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og einn af yfirmönnum bankans á sviði peningamála. Lagt er til að seðlabankastjórarnir þrír muni taka sæti í peningastefnunefndinni og áfram verði tveir meðlimir hennar skipaðir af fjármálaráðherra. Þórólfur bendir því á að seðlabankastjóri sé ekki einráður um málefni bankans. „Peningastefnunefndin tekur mikilvægar ákvarðanir og það er ekki lagt á hendur þessa eina manns,“ segir Þórólfur.Telur ákvæði um nafnleynd líta illa út „Þetta ákvæði um nafnleynd umsækjenda slær mig illa,“ segir Þórólfur en í tillögunum er lagt til að nafnleynd ríki um umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra. „Það býður upp á vandamál. Ef menn eru ekki tilbúnir að standa við umsókn um svona stöðu, eiga þeir ekki að sækja um,“ segir Þórólfur.Ekki auðvelt að finna þrjá hæfa „Það er ekkert auðvelt að finna þrjá menn sem eru faglega hæfir og með stjórnunarreynslu úr bankakerfinu sem uppfylla þetta. Innan bankakerfisins verða menn of tengdir svo það er erfitt að finna menn þaðan sem eru nægjanlega óháðir. Yfirleitt verður þetta fólk að koma innan úr seðlabankanum eða úr erlendum seðlabönkum eins og Már gerði eiginlega. Það er ekki margir sem uppfylla þessi skilyrði og það þrefaldar vandræðin. Þá er verið að ná öðrum markmiðum í mínum huga,“ segir Þórólfur. Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
„Mér finnst óþarfi að hafa þá þrjá og það lyktar af pólitískri skiptingu,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um tillögur nefndar um endurskoðun laga um Seðlabankann. Í tillögunum er lagt til að seðlabankastjórar verði þrír. „Þó að þeir skrifi mjög mikið um það að það eigi ekki að verða, þá finnst mér það frekar þunn röksemdafærsla og augljóst að stjórnmálamennirnir ætla sér að vera með puttana í þessu áfram,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að núverandi kerfi gangi ágætlega. Seðlabankastjórar eru nú tveir, Már Guðmundsson aðalseðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Þá ákveður peningastefnunefnd stýrivexti en í henni eru fimm manns. Tveir aðilar skipaðir af fjármálaráðherra, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og einn af yfirmönnum bankans á sviði peningamála. Lagt er til að seðlabankastjórarnir þrír muni taka sæti í peningastefnunefndinni og áfram verði tveir meðlimir hennar skipaðir af fjármálaráðherra. Þórólfur bendir því á að seðlabankastjóri sé ekki einráður um málefni bankans. „Peningastefnunefndin tekur mikilvægar ákvarðanir og það er ekki lagt á hendur þessa eina manns,“ segir Þórólfur.Telur ákvæði um nafnleynd líta illa út „Þetta ákvæði um nafnleynd umsækjenda slær mig illa,“ segir Þórólfur en í tillögunum er lagt til að nafnleynd ríki um umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra. „Það býður upp á vandamál. Ef menn eru ekki tilbúnir að standa við umsókn um svona stöðu, eiga þeir ekki að sækja um,“ segir Þórólfur.Ekki auðvelt að finna þrjá hæfa „Það er ekkert auðvelt að finna þrjá menn sem eru faglega hæfir og með stjórnunarreynslu úr bankakerfinu sem uppfylla þetta. Innan bankakerfisins verða menn of tengdir svo það er erfitt að finna menn þaðan sem eru nægjanlega óháðir. Yfirleitt verður þetta fólk að koma innan úr seðlabankanum eða úr erlendum seðlabönkum eins og Már gerði eiginlega. Það er ekki margir sem uppfylla þessi skilyrði og það þrefaldar vandræðin. Þá er verið að ná öðrum markmiðum í mínum huga,“ segir Þórólfur.
Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira