Ólík viðbrögð fyrrum formanna: Framboð Sigríðar gegn Árna sagt misráðið Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2015 22:06 Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar hafa tjáð sig um formannskjör gærdagsins. Vísir/Stefán/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist á Facebook-síðu sinni „hugsi“ yfir stöðu Samfylkingarinnar í kjölfar óvænts formannskjörs flokksins sem fram fór í gær. Ingibjörg segir framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni, sitjandi formanni flokksins, „misráðið“ og gefur í skyn að Sigríður hafi reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa Árna Páli úr stóli.Mikilvægt að virða reglur um formannskjör „Formaður verður að hafa skýrt umboð frá flokknum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. „Árni fékk þetta umboð þegar 3,474 flokksmenn greiddu honum atkvæði sitt í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins í ársbyrjun 2013. Í formannskjörinu á landsfundinum í gær tóku þátt 487 flokksmenn og Árni Páll vann sigur með eins atkvæðis mun.“ Ingibjörg Sólrún spyr þannig í hvaða stöðu Sigríður Ingibjörg hefði verið gagnvart þeim flokksmönnum sem kusu Árna Pál fyrir tveimur árum, hefði hún unnið. Framboð hennar hafi einungis getað skilað flokknum löskuðum formanni eða formanni með óljóst umboð.Sjá einnig: „Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ „Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en Samfylkingin hefur mótað sér ákveðnar reglur um hvernig formannskjör eigi að fara fram og það er mjög mikilvægt að þær reglur séu virtar en ekki reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa sitjandi formanni,“ skrifar hún jafnframt.Bæði ábyrg fyrir framhaldinu Össur Skarphéðinsson, annar fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, tjáir sig einnig á Facebook um stöðuna í kjölfar formannskjörsins. Hann segir tækifæri felast í öllum stöðum sem upp komi í stjórnmálum þó að Árni Páll, sem var í gær endurkjörinn formaður flokksins með einu atkvæði, þurfi að vinna úr erfiðri stöðu. „Margir telja eflaust að kosningin milli þeirra um helgina – þar sem úrslit verða ekki naumari – gæti haft skaðlegar afleiðingar fyrir flokkinn,“ skrifar Össur. „Vitaskuld gæti svo farið – en það fer algerlega eftir þeim tveimur. Ábyrgðin á því hvernig úr er unnið hvílir á beggja herðum.“Sjá einnig: „Ég kaus mig ekki sem formann Samfylkingarinnar“ Össur vísar í átök hans og Ingibjargar Sólrúnar, sem tók við af honum sem formaður árið 2005, og segir þau sanna að „átök millum sterkra jafningja geta oft leitt jákvæða krafta úr læðingi.“ „Sama verkefni bíður nú þeirra Árna Páls og Sigríðar,“ skrifar hann. „Þau þurfa að virkja kraftinn sem spratt í baklandi beggja, og splæsa í reipi sem togar jafnaðarstefnuna áfram.“Innlegg frá Össur Skarphéðinsson. Tengdar fréttir "Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53 Árni Páll: Full ástæða til að hlusta eftir gagnrýni Árni Páll Árnason segir niðurstöður kosninganna sérkennilegar.Hann viti þó ekki hvað hann hefði getað gert betur en segir að það sé full ástæða til að hlusta eftir því. 20. mars 2015 21:02 Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42 Mótframboð kom Árna Páli á óvart Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart. 20. mars 2015 12:15 Sigríður Ingibjörg í formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist á Facebook-síðu sinni „hugsi“ yfir stöðu Samfylkingarinnar í kjölfar óvænts formannskjörs flokksins sem fram fór í gær. Ingibjörg segir framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni, sitjandi formanni flokksins, „misráðið“ og gefur í skyn að Sigríður hafi reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa Árna Páli úr stóli.Mikilvægt að virða reglur um formannskjör „Formaður verður að hafa skýrt umboð frá flokknum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. „Árni fékk þetta umboð þegar 3,474 flokksmenn greiddu honum atkvæði sitt í allsherjaratkvæðagreiðslu innan flokksins í ársbyrjun 2013. Í formannskjörinu á landsfundinum í gær tóku þátt 487 flokksmenn og Árni Páll vann sigur með eins atkvæðis mun.“ Ingibjörg Sólrún spyr þannig í hvaða stöðu Sigríður Ingibjörg hefði verið gagnvart þeim flokksmönnum sem kusu Árna Pál fyrir tveimur árum, hefði hún unnið. Framboð hennar hafi einungis getað skilað flokknum löskuðum formanni eða formanni með óljóst umboð.Sjá einnig: „Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ „Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en Samfylkingin hefur mótað sér ákveðnar reglur um hvernig formannskjör eigi að fara fram og það er mjög mikilvægt að þær reglur séu virtar en ekki reynt að nýta glufu í regluverkinu til að steypa sitjandi formanni,“ skrifar hún jafnframt.Bæði ábyrg fyrir framhaldinu Össur Skarphéðinsson, annar fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, tjáir sig einnig á Facebook um stöðuna í kjölfar formannskjörsins. Hann segir tækifæri felast í öllum stöðum sem upp komi í stjórnmálum þó að Árni Páll, sem var í gær endurkjörinn formaður flokksins með einu atkvæði, þurfi að vinna úr erfiðri stöðu. „Margir telja eflaust að kosningin milli þeirra um helgina – þar sem úrslit verða ekki naumari – gæti haft skaðlegar afleiðingar fyrir flokkinn,“ skrifar Össur. „Vitaskuld gæti svo farið – en það fer algerlega eftir þeim tveimur. Ábyrgðin á því hvernig úr er unnið hvílir á beggja herðum.“Sjá einnig: „Ég kaus mig ekki sem formann Samfylkingarinnar“ Össur vísar í átök hans og Ingibjargar Sólrúnar, sem tók við af honum sem formaður árið 2005, og segir þau sanna að „átök millum sterkra jafningja geta oft leitt jákvæða krafta úr læðingi.“ „Sama verkefni bíður nú þeirra Árna Páls og Sigríðar,“ skrifar hann. „Þau þurfa að virkja kraftinn sem spratt í baklandi beggja, og splæsa í reipi sem togar jafnaðarstefnuna áfram.“Innlegg frá Össur Skarphéðinsson.
Tengdar fréttir "Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53 Árni Páll: Full ástæða til að hlusta eftir gagnrýni Árni Páll Árnason segir niðurstöður kosninganna sérkennilegar.Hann viti þó ekki hvað hann hefði getað gert betur en segir að það sé full ástæða til að hlusta eftir því. 20. mars 2015 21:02 Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42 Mótframboð kom Árna Páli á óvart Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart. 20. mars 2015 12:15 Sigríður Ingibjörg í formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður. 20. mars 2015 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
"Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“ Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar. 20. mars 2015 17:53
Árni Páll: Full ástæða til að hlusta eftir gagnrýni Árni Páll Árnason segir niðurstöður kosninganna sérkennilegar.Hann viti þó ekki hvað hann hefði getað gert betur en segir að það sé full ástæða til að hlusta eftir því. 20. mars 2015 21:02
Árni Páll vann með einu atkvæði Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. 20. mars 2015 19:42
Mótframboð kom Árna Páli á óvart Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart. 20. mars 2015 12:15
Sigríður Ingibjörg í formannsframboð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður. 20. mars 2015 07:00