Þorvaldur Davíð efast um að það sé gott að vera Íslendingur Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2015 10:57 Þorvaldur Davíð. Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson leggur til að námsmenn erlendis taki höndum saman og leiti réttar síns vegna ákvörðunar stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna að skera niður framfærslu námsmanna erlendis síðasta vetur. Þetta segir Þorvaldur Davíð í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag sem fyrrverandi formaður sambands íslenskra námsmanna erlendis. Hann segir skerðingu til námsmanna síðasta vetur hafa náð hátt upp í tíu prósent á sumum svæðum og segir hann þessa lækkun hafa átt sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings.Námsmenn ósáttir „Fjölmargir námsmenn erlendis voru ósáttir við þennan niðurskurð og kröfðust svara en engin almennileg svör komu frá stjórn LÍN,“ skrifar Þorvaldur Davíð sem fer hörðum orðum um stjórnvöld í þessari grein en hann segir það vera skoðun sína að íslenskir námsmenn eigi alveg jafn mikið tilkall til þess að sækja sér menntun utan landsteinanna og hér heima. „Þá sérstaklega í ljósi þess að Ísland er lítið eyland í Norður-Atlantshafi og það er nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð að auka menntunarstig sitt og víðsýni með því að styðja við bakið á þeim sem hyggjast nema erlendis,“ skrifar Þorvaldur Davíð. Hann segir að flestir þeirra sem fara í nám til útlanda skili sér heim og þurfi engar sérstakar hótanir frá stjórnvöldum svo þeir geri það og nefnir Þorvaldur í því samhengi ummæli Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, þar sem hún lagði til að leggja álag á íslenska námsmenn sem ílengdust erlendis svo þeir skili sér heim til Íslands.Efast um að það sé gott að vera Íslendingur „Nú hef ég fylgst agndofa með stjórnvöldum taka ákvarðanir sem fær mig til þess að spyrja margra spurninga um hvert við stefnum sem þjóð. Viljum við búa í landi þar sem heilbrigðis- og menntakerfi er ekki í lagi? Viljum við í alvöru ekki styðja hvert annað við að búa til betra samfélag? Miðað við ákvarðanir stjórnvalda og hvernig komið er fyrir almennum mannréttindum á Íslandi er snerta menntunar- og heilbrigðismál þá set ég stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur.“Lestu greinina í heild hér. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson leggur til að námsmenn erlendis taki höndum saman og leiti réttar síns vegna ákvörðunar stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna að skera niður framfærslu námsmanna erlendis síðasta vetur. Þetta segir Þorvaldur Davíð í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag sem fyrrverandi formaður sambands íslenskra námsmanna erlendis. Hann segir skerðingu til námsmanna síðasta vetur hafa náð hátt upp í tíu prósent á sumum svæðum og segir hann þessa lækkun hafa átt sér stað án nokkurra útreikninga henni til stuðnings.Námsmenn ósáttir „Fjölmargir námsmenn erlendis voru ósáttir við þennan niðurskurð og kröfðust svara en engin almennileg svör komu frá stjórn LÍN,“ skrifar Þorvaldur Davíð sem fer hörðum orðum um stjórnvöld í þessari grein en hann segir það vera skoðun sína að íslenskir námsmenn eigi alveg jafn mikið tilkall til þess að sækja sér menntun utan landsteinanna og hér heima. „Þá sérstaklega í ljósi þess að Ísland er lítið eyland í Norður-Atlantshafi og það er nauðsynlegt fyrir fámenna þjóð að auka menntunarstig sitt og víðsýni með því að styðja við bakið á þeim sem hyggjast nema erlendis,“ skrifar Þorvaldur Davíð. Hann segir að flestir þeirra sem fara í nám til útlanda skili sér heim og þurfi engar sérstakar hótanir frá stjórnvöldum svo þeir geri það og nefnir Þorvaldur í því samhengi ummæli Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, þar sem hún lagði til að leggja álag á íslenska námsmenn sem ílengdust erlendis svo þeir skili sér heim til Íslands.Efast um að það sé gott að vera Íslendingur „Nú hef ég fylgst agndofa með stjórnvöldum taka ákvarðanir sem fær mig til þess að spyrja margra spurninga um hvert við stefnum sem þjóð. Viljum við búa í landi þar sem heilbrigðis- og menntakerfi er ekki í lagi? Viljum við í alvöru ekki styðja hvert annað við að búa til betra samfélag? Miðað við ákvarðanir stjórnvalda og hvernig komið er fyrir almennum mannréttindum á Íslandi er snerta menntunar- og heilbrigðismál þá set ég stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að það sé gott að vera Íslendingur.“Lestu greinina í heild hér.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira