Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki ingvar haraldsson skrifar 30. mars 2015 11:39 Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. vísir/gva „Íslenskt atvinnulíf er byggt á einhverri krónískri illri meðferð á starfsfólki,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og samfélagsrýnir í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir umræðuna fyrir komandi kjarasamninga hafa í of miklum mæli miðast við að horfa á verðbólguþróun og hagkerfið í heild í stað þess að skoða einstaka atvinnugreinar eða einstök fyrirtæki. „Þegar við tökum sjávarútvegurinn sem við erum svo stolt af og stærum okkur af í útlöndum. Þá borgar hann fiskverkafólki 40 prósent af þeim launum sem fiskverkafólk fær í Noregi. Fiskverkakona í Noregi hefur tvisvar og hálfu sinni hærri laun fyrir grunnvinnu sínu heldur en á Íslandi,“ segir Gunnar Smári.Lægstu laun duga ekki út mánuðinn Sem dæmi nefnir Gunnar Smári launastefnu HB Granda sem sé óverjandi. „Stjórnin þar er að fara að leggja til við aðalfund að greiða sjálfri sér 2.072 milljónir á sama tíma og hún hafnar algjörlega að hækka lámarkslaun í 300 þúsund sem að allir vita að eru eiginlega mörkin sem þarf til að lifa út mánuðinn. Lægstu launin sem að Grandi borgar verkafólki sínu sem er að vinna fiskinn er fyrir neðan það sem dugar til að lifa út mánuðinn. Þannig að verkafólkið getur kannski lifað til tuttugasta hvers mánaðar. Á sama tíma greiða þeir sjálfum sér tvo milljarða og senda svo einn milljarð til Chile í fjárfestingar,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári bendir á að það myndi kosta fyrirtækið 700 milljónir á ári, um þriðjung af arðgreiðslum þessa árs, að hækka laun allra starfsmanna um sömu krónutölu svo laun þeirra lægst launuðu nái 300 þúsund krónum á mánuði. „Það er ekki eðlilegt að eigendur Granda fái rúma tvo milljarða í sinn hlut fyrir eitt ár ofan á að verðmæti Granda hækkaði um 21 milljarð í fyrra. Þannig að það nálgast 24 milljarða sem þeir ætla að borga sér fyrir eitt ár. En þeir telja það alveg ómögulegt að finna 700 milljónir til þess að hækka lægstu launin og síðan öll önnur laun í fyrirtækinu um sömu krónutölu þannig að lægstu launin skríði upp fyrir útreiknaðan framfærslukostnað einstaklings. Þetta er afstaða sem er óverjandi,“ segir Gunnar Smári.Ill meðferð tíðkast frá landnámi Að mati Gunnars Smára er ill meðferða á launafólki og lágstéttunum krónískt vandamál sem hafi verið við lýði frá upphafi byggðar hér á landi. „Það má rekja það aftur í landnám. Íslendingar lögðu af þrælahalda án þess að nokkur tæki eftir því. Flestar þjóðir geta bent á dagsetningu þar sem þær hættu þrælahaldi. Íslendingar geta það ekki því það var hagkvæmara að hafa vinnufólk en þræla. Þannig gengur þetta inn í vistarbandið og til okkar daga,“ segir Gunnar Smári. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
„Íslenskt atvinnulíf er byggt á einhverri krónískri illri meðferð á starfsfólki,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og samfélagsrýnir í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir umræðuna fyrir komandi kjarasamninga hafa í of miklum mæli miðast við að horfa á verðbólguþróun og hagkerfið í heild í stað þess að skoða einstaka atvinnugreinar eða einstök fyrirtæki. „Þegar við tökum sjávarútvegurinn sem við erum svo stolt af og stærum okkur af í útlöndum. Þá borgar hann fiskverkafólki 40 prósent af þeim launum sem fiskverkafólk fær í Noregi. Fiskverkakona í Noregi hefur tvisvar og hálfu sinni hærri laun fyrir grunnvinnu sínu heldur en á Íslandi,“ segir Gunnar Smári.Lægstu laun duga ekki út mánuðinn Sem dæmi nefnir Gunnar Smári launastefnu HB Granda sem sé óverjandi. „Stjórnin þar er að fara að leggja til við aðalfund að greiða sjálfri sér 2.072 milljónir á sama tíma og hún hafnar algjörlega að hækka lámarkslaun í 300 þúsund sem að allir vita að eru eiginlega mörkin sem þarf til að lifa út mánuðinn. Lægstu launin sem að Grandi borgar verkafólki sínu sem er að vinna fiskinn er fyrir neðan það sem dugar til að lifa út mánuðinn. Þannig að verkafólkið getur kannski lifað til tuttugasta hvers mánaðar. Á sama tíma greiða þeir sjálfum sér tvo milljarða og senda svo einn milljarð til Chile í fjárfestingar,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári bendir á að það myndi kosta fyrirtækið 700 milljónir á ári, um þriðjung af arðgreiðslum þessa árs, að hækka laun allra starfsmanna um sömu krónutölu svo laun þeirra lægst launuðu nái 300 þúsund krónum á mánuði. „Það er ekki eðlilegt að eigendur Granda fái rúma tvo milljarða í sinn hlut fyrir eitt ár ofan á að verðmæti Granda hækkaði um 21 milljarð í fyrra. Þannig að það nálgast 24 milljarða sem þeir ætla að borga sér fyrir eitt ár. En þeir telja það alveg ómögulegt að finna 700 milljónir til þess að hækka lægstu launin og síðan öll önnur laun í fyrirtækinu um sömu krónutölu þannig að lægstu launin skríði upp fyrir útreiknaðan framfærslukostnað einstaklings. Þetta er afstaða sem er óverjandi,“ segir Gunnar Smári.Ill meðferð tíðkast frá landnámi Að mati Gunnars Smára er ill meðferða á launafólki og lágstéttunum krónískt vandamál sem hafi verið við lýði frá upphafi byggðar hér á landi. „Það má rekja það aftur í landnám. Íslendingar lögðu af þrælahalda án þess að nokkur tæki eftir því. Flestar þjóðir geta bent á dagsetningu þar sem þær hættu þrælahaldi. Íslendingar geta það ekki því það var hagkvæmara að hafa vinnufólk en þræla. Þannig gengur þetta inn í vistarbandið og til okkar daga,“ segir Gunnar Smári.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira