Fótbolti

Þessi dómari var sendur heim með skömm - sjáið af hverju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þýski dómarinn Marija Kurtes.
Þýski dómarinn Marija Kurtes. Vísir/Getty
Þýski dómarinn Marija Kurtes gerði stór mistök á lokasekúndum leiks Englands og Noregs í undankeppni EM 19 ára kvenna sem fram fór á laugardaginn var og svo stór að bæði þurfti að spila lokasekúndur leiksins aftur og hún var send heim.

Kurtes dæmdi víti á sjöttu mínútu í uppbótartíma þegar staðan var 2-1 fyrir Noreg. Leah Williamson skoraði úr vítaspyrnunni en dómarinn dæmdi markið af og boltann af enska liðinu vegna þess að enskur leikmaður var komin of fljótt inn í vítateiginn.

Það var rétt hjá Marija Kurtes að dæma markið af en samkvæmt reglunum átti enska liðið að fá að taka vítaspyrnuna aftur. UEFA ákvað að láta spila síðustu átján sekúndur leiksins aftur eftir að enska knattspyrnusambandið hafði sent inn kvörtun.

Atvikið ótrúlega má sjá hér að neðan.



Marija Kurtes fékk hinsvegar ekki að dæma þessar átján sekúndur því hún var send heim með skömm. Bæði liðin höfðu spilað annan leik fyrr um daginn, England vann þá 3-1 sigur á Sviss og Noregur vann 8-1 sigur á Norður-Írlandi.

Svo fór að Leah Williamson skoraði úr vítinu og tryggði Englandi 2-2 jafntefli. Þessi úrslit dugði báðum liðum til þess að komast áfram, enska liðið sem sigurvegari riðilsins og norska liðið sem það sem náði bestum árangri í öðru sæti.

Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA tekur þá ákvörðun að endurtaka síðustu sekúndurnar í leik. Ensku stelpurnar fögnuðu að vonum vel í kvöld líkt og sjá má að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×