Fótbolti

Þrír í byrjunarliðinu, tveir á bekknum og einn fagnaði sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Helsingborg héldu hreinu eins og í fyrstu umferðinni.
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Helsingborg héldu hreinu eins og í fyrstu umferðinni. Vísir/Getty
Fimm íslenskir leikmenn voru á ferðinni með liðum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en aðeins eitt Íslendingaliðanna fagnaði sigri.

Hjálmar Jónsson sat allan tímann á bekknum þegar IFK Göteborg vann 2-0 útisigur á Íslendingaliðinu Örebro. IFK Göteborg er með fullt hús og markatöluna 3-0 eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hjörtur Logi Valgarðsson voru báðir í byrjunarliði Örebro í leiknum en liðið hefur eitt stig eftir tvo fyrstu leikina.

Birkir Már Sævarsson var í byrjunarliði Hammarby sem gerði 1-1 jafntefli á útivelli á móti Elfsborg. Hammarby vann fyrsta leikinn sinn og er í 3. sæti eftir leiki kvöldsins.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði síðustu tólf mínúturnar fyrir Helsingborg sem gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Falkenberg. Helsingborg-liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjunum en á líka eftir að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×