Segir rektor fara með hálfsannleik um stöðu Háskóla Íslands Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2015 13:56 Víst er að Einar Steingrímsson hefur skorið upp herör gegn hverskyns meðvirkni. Hvort það gagnast honum í komandi rektorskjöri á eftir að koma í ljós. Kristín Ingólfsdóttir, sem á næstunni lætur af starfi sem rektor Háskóla Íslands, var í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem meðal annars er sagt frá því að árið 2006 hafi verið sett fram langtímamarkmið fyrir Háskóla Íslands, háleitt markmið sem var að koma HÍ á lista yfir 100 bestu skóla í heiminum. „Önnur Norðurlönd áttu þar fyrir átta háskóla og ef Ísland ætlaði að auka samkeppnishæfni sína var ljóst að öflugt og viðurkennt háskólastarf þyrfti að vera í landinu,“ skrifar blaðamaður Morgunblaðsins og hefur þetta eftir Kristínu: „Háskólinn er kominn á lista yfir 300 háskóla sem hæst eru metnir. Við erum í harðri samkeppni við háskóla sem eru mun betur fjármagnaðir.“ Einar Steingrímsson prófessor segir þetta fráleitan málflutning. Í þarsíðustu viku var hann einmitt að fjalla um þetta sama á fundi prófessorafélagsins og sýndi þá fram á að skólinn er að meðaltali fyrir neðan 500. sæti á helstu listunum yfir þetta. „Lygin felst í því að velja einn lista, og nefna hina ekki,“ segir Einar.HÍ varla meðal 500 bestu„Það eru til að minnsta kosti fimm þekktir listar yfir bestu háskóla heims. HÍ er í 250.-275. sæti á einum þeirra, lista Times Higher Education. Hann er í sæti 516 á lista sem kallaður er QS, en kemur hvergi fyrir á eftirfarandi listum:US News & World Report: 500 bestu, HÍ ekki meðShanghai: 500 bestu, HÍ ekki meðQS: 800 bestu, HÍ ekki með Ef við töluðum um þessa hluti eins og við leggjum hart að nemendum okkar að gera með tölfræðileg gögn, þá er niðurstaðan sú að HÍ nær ekki upp í 500. sæti að meðaltali á þekktum listum yfir bestu háskóla heims. Villandi málflutningur af þessu tagi, þar sem valin eru gögn sem henta málstað manns, eru óboðleg fyrir forystu háskóla með sjálfsvirðingu.“Er ekki í skrúðmælgikeppni Einar er einn þriggja sem býður sig fram til að gegna stöðu rektors en kosningar eru nú eftir fáeina daga, eða 13. þessa mánaðar. Einar hefur komið nokkuð bratt í baráttuna og hleypt í hana lífi með hvassri gagnrýni á eitt og annað sem að Háskólanum snýr. Hann starfar í Skotlandi og kemur utan frá meðan aðrir frambjóðendur, Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson, eru á „heimavelli“ ef svo má að orði komast, starfa innan skólans.Nú eru Íslendingar yfirleitt ekkert mjög áhugasamir um gagnrýni á sig og sitt, hvernig hefur þér sýnst fólk taka þínu framboði? „Ég á mjög erfitt með að meta hvað fólk í skólanum hugsar almennt um framboð mitt. En mér finnst þó að það sé tekið æ meira „mark“ á því sem ég er að segja, það er að segja að æ fleiri séu hættir að afskrifa þetta sem bara einhvers konar próvókasjón til að þyrla upp ryki. Keppinautarnir, aðallega Jón Atli, sem er jú í æðstu forystu skólans, hafa líka neyðst til að mæta ýmissi gagnrýni minni, þótt þeir hefðu frekar kosið að heyja þetta eingöngu sem skrúðmælgikeppni. Og þegar jafnvel RÚV er farið að segja fréttir af því sem ég er að gagnrýna eins og það sé sjálfsagt þá breytir það svolítið tóninum í þessu, mér í hag, held ég.“ Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, sem á næstunni lætur af starfi sem rektor Háskóla Íslands, var í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem meðal annars er sagt frá því að árið 2006 hafi verið sett fram langtímamarkmið fyrir Háskóla Íslands, háleitt markmið sem var að koma HÍ á lista yfir 100 bestu skóla í heiminum. „Önnur Norðurlönd áttu þar fyrir átta háskóla og ef Ísland ætlaði að auka samkeppnishæfni sína var ljóst að öflugt og viðurkennt háskólastarf þyrfti að vera í landinu,“ skrifar blaðamaður Morgunblaðsins og hefur þetta eftir Kristínu: „Háskólinn er kominn á lista yfir 300 háskóla sem hæst eru metnir. Við erum í harðri samkeppni við háskóla sem eru mun betur fjármagnaðir.“ Einar Steingrímsson prófessor segir þetta fráleitan málflutning. Í þarsíðustu viku var hann einmitt að fjalla um þetta sama á fundi prófessorafélagsins og sýndi þá fram á að skólinn er að meðaltali fyrir neðan 500. sæti á helstu listunum yfir þetta. „Lygin felst í því að velja einn lista, og nefna hina ekki,“ segir Einar.HÍ varla meðal 500 bestu„Það eru til að minnsta kosti fimm þekktir listar yfir bestu háskóla heims. HÍ er í 250.-275. sæti á einum þeirra, lista Times Higher Education. Hann er í sæti 516 á lista sem kallaður er QS, en kemur hvergi fyrir á eftirfarandi listum:US News & World Report: 500 bestu, HÍ ekki meðShanghai: 500 bestu, HÍ ekki meðQS: 800 bestu, HÍ ekki með Ef við töluðum um þessa hluti eins og við leggjum hart að nemendum okkar að gera með tölfræðileg gögn, þá er niðurstaðan sú að HÍ nær ekki upp í 500. sæti að meðaltali á þekktum listum yfir bestu háskóla heims. Villandi málflutningur af þessu tagi, þar sem valin eru gögn sem henta málstað manns, eru óboðleg fyrir forystu háskóla með sjálfsvirðingu.“Er ekki í skrúðmælgikeppni Einar er einn þriggja sem býður sig fram til að gegna stöðu rektors en kosningar eru nú eftir fáeina daga, eða 13. þessa mánaðar. Einar hefur komið nokkuð bratt í baráttuna og hleypt í hana lífi með hvassri gagnrýni á eitt og annað sem að Háskólanum snýr. Hann starfar í Skotlandi og kemur utan frá meðan aðrir frambjóðendur, Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson, eru á „heimavelli“ ef svo má að orði komast, starfa innan skólans.Nú eru Íslendingar yfirleitt ekkert mjög áhugasamir um gagnrýni á sig og sitt, hvernig hefur þér sýnst fólk taka þínu framboði? „Ég á mjög erfitt með að meta hvað fólk í skólanum hugsar almennt um framboð mitt. En mér finnst þó að það sé tekið æ meira „mark“ á því sem ég er að segja, það er að segja að æ fleiri séu hættir að afskrifa þetta sem bara einhvers konar próvókasjón til að þyrla upp ryki. Keppinautarnir, aðallega Jón Atli, sem er jú í æðstu forystu skólans, hafa líka neyðst til að mæta ýmissi gagnrýni minni, þótt þeir hefðu frekar kosið að heyja þetta eingöngu sem skrúðmælgikeppni. Og þegar jafnvel RÚV er farið að segja fréttir af því sem ég er að gagnrýna eins og það sé sjálfsagt þá breytir það svolítið tóninum í þessu, mér í hag, held ég.“
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira