Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2015 19:19 Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. Yfirvofandi verkfall kemur illa við starfsemi Landsspítalans, enda er enn verið að vinna upp biðlista eftir læknaverkfallið, auk þess að inflúensufaraldurinn olli jafnframt álagi á starfsemina. Geislafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður og lífeindafræðingar á Landspítala, alls um fimm hundruð manns fara í verkfall. Meðal annars verður ekki hægt að gera blóðrannsóknir og myndgreiningar nema í bráðatilfellum en það hefur keðjuverkandi áhrif á alla starfsemina. Mörgum skipulögðum skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verður frestað og verulega hægist á allri reglulegri starfsemi. Reynt verður að fremsta megni að tryggja bráðastarfsemi og að verkfallsaðgerðir ógni ekki öryggi sjúklinga. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs spítalans, segir að þetta sé mjög áhrifaríkt verkfall, áhrifin verði síst minni en af verkfalli lækna. Það muni miklu þegar svona stór hópur gangi úr húsi. Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga, segir að félagsmenn muni aðeins sinna nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Það sé heldur allra hagur að vinna í því að leysa málin, ekki að draga verkfallið á langinn.Örtröð hjá sýslumanni fyrir páskaYfirvofandi verkfall lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu olli örtröð fyrir páskahelgina. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir að það hafi verið mikið uppþot og fólk hafi verið mjög stressað að ná að þinglýsa pappírum fyrir verkfall. Hún segist ennfremur telja að fólk vanmeti áhrif þessa verkfalls því það muni hafa keðjuverkandi áhrif. Það stöðvist öll fasteignaviðskipti, en ekki verði hægt að þinglýsa neinum pappírum. Þá muni fólk hvorki gifta sig né skilja hjá sýslumanni meðan verkfallið stendur yfir. Það sé enginn á undanþágulista. Tengdar fréttir Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. Yfirvofandi verkfall kemur illa við starfsemi Landsspítalans, enda er enn verið að vinna upp biðlista eftir læknaverkfallið, auk þess að inflúensufaraldurinn olli jafnframt álagi á starfsemina. Geislafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður og lífeindafræðingar á Landspítala, alls um fimm hundruð manns fara í verkfall. Meðal annars verður ekki hægt að gera blóðrannsóknir og myndgreiningar nema í bráðatilfellum en það hefur keðjuverkandi áhrif á alla starfsemina. Mörgum skipulögðum skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verður frestað og verulega hægist á allri reglulegri starfsemi. Reynt verður að fremsta megni að tryggja bráðastarfsemi og að verkfallsaðgerðir ógni ekki öryggi sjúklinga. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs spítalans, segir að þetta sé mjög áhrifaríkt verkfall, áhrifin verði síst minni en af verkfalli lækna. Það muni miklu þegar svona stór hópur gangi úr húsi. Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga, segir að félagsmenn muni aðeins sinna nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Það sé heldur allra hagur að vinna í því að leysa málin, ekki að draga verkfallið á langinn.Örtröð hjá sýslumanni fyrir páskaYfirvofandi verkfall lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu olli örtröð fyrir páskahelgina. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir að það hafi verið mikið uppþot og fólk hafi verið mjög stressað að ná að þinglýsa pappírum fyrir verkfall. Hún segist ennfremur telja að fólk vanmeti áhrif þessa verkfalls því það muni hafa keðjuverkandi áhrif. Það stöðvist öll fasteignaviðskipti, en ekki verði hægt að þinglýsa neinum pappírum. Þá muni fólk hvorki gifta sig né skilja hjá sýslumanni meðan verkfallið stendur yfir. Það sé enginn á undanþágulista.
Tengdar fréttir Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28