Fótbolti

Er Zlatan á leið í MLS-deildina?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Er Zlatan á leið í MLS-deildina?
Er Zlatan á leið í MLS-deildina? vísir/getty
Sænska Aftonbladet greindi frá því í gær að Zlatan Ibrahimovic, framherji Paris Saint-Germain, hafi sótt um vegabréfsáritun í Bandaríkjunum.

Samkvæmt frétt Aftonbladet sótti Zlatan um áritunina í bandaríska sendiráðinu í París 19. mars síðastliðinn.

Þetta ýtir enn undir orðróma þess efnis að Zlatan sé á leið í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG.

Svíinn hefur áður sagt að PSG verði síðasta stórliðið í Evrópu sem hann muni spila fyrir og hann sé opinn fyrir því að spila vestanhafs í framtíðinni.

Zlatan, sem verður 34 ára í október, hefur verið í herbúðum PSG frá árinu 2012 en þar áður lék hann með Malmö, Ajax, Juventus, Inter, Barcelona og AC Milan. Þá er Zlatan markahæsti leikmaður í sögu sænska landsliðsins með 54 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×