Fótbolti

Kolbeinn byrjaði í jafntefli Ajax | Stórtap hjá AZ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn og félagar máttu sætta sig við jafntefli.
Kolbeinn og félagar máttu sætta sig við jafntefli. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax sem gerði 1-1 jafntefli gegn Utrecht á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ajax komst yfir með sjálfsmarki Ramon Leeuwin á 51. mínútu en Gevero Markiet tryggði heimamönnum stig þegar hann jafnaði metin fimm mínútum fyrir leikslok.

Kolbeinn var tekinn af velli á 72. mínútu. Ajax er í 2. sæti deildarinnar með 63 stig en liðið hefur ekki tapað deildarleik síðan 5. febrúar. Ajax er þó 10 stigum eftir PSV sem vermir toppsæti deildarinnar.

Aron Jóhannsson kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik þegar AZ Alkmaar tapaði 1-4 fyrir Feyenoord á heimavelli.

Þetta var þriðja tap AZ í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 4. sæti deildarinnar með 50 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×