Viðskipti innlent

Bankasýslan verði lögð niður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frumvarp um niðurlagningu Bankasýslu ríkisins er komið fram.
Frumvarp um niðurlagningu Bankasýslu ríkisins er komið fram. vísir/anton brink.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins.

Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.

Samkvæmt frumvarpinu ber ráðherra að setja og viðhalda sérstakri eigandastefnu ríkisins sem tekur til fjármálafyrirtækja í eigu þess. Þá ber ráðherra að leita umsagnar ráðgjafarnefndar um fjármálafyrirtæki varðandi stærri ákvarðanir sem tengjast meðferð eignarhalds og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Ráðgjafarnefndin getur jafnframt að eigin frumkvæði lagt fram tillögur og óskað eftir upplýsingum frá ráðherra um tiltekin mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×