Viðskipti innlent

Segja kröfu um 300.000 króna lágmarkslaun léttvæga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
"Hagnaður fyrirtækja á ekki einungis að flæða til eigenda í formi arðgreiðslna og ofurlauna,“ segir í ályktun stéttarfélagsins Framsýnar.
"Hagnaður fyrirtækja á ekki einungis að flæða til eigenda í formi arðgreiðslna og ofurlauna,“ segir í ályktun stéttarfélagsins Framsýnar. Vísir/GVA
Framsýn, stéttarfélag, hefur sent frá sér ályktun þar sem það fagnar „því svigrúmi til launahækkana sem er til staðar í sjávarútvegi og endurspeglast í arðgreiðslum HB-Granda til eigenda fyrirtækisins upp á 2,7 milljarða.  Svo ekki sé talað um desertinn til stjórnarmanna HB Granda sem fellst í 33% hækkun stjórnarlauna.“

Þá segir jafnframt í ályktuninni að krafa Starfsgreinasambands Íslands um 300.000 króna lágmarkslaun sé léttvæg ef miðað er við þá stöðu atvinnulífsins sem endurspeglast í afkomu HB Granda.

Sjá einnig: „Þetta er hvorki sanngjarnt gagnvart mér eða börnunum mínum“

„Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hljóta að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að endurskoða kröfugerðina til hækkunar í ljósi þessara tíðinda. Hagnaður fyrirtækja á ekki einungis að flæða til eigenda í formi arðgreiðslna og ofurlauna.

 

Framsýn, stéttarfélag skorar á félagsmenn að greiða atkvæði með boðun verkfalls en atkvæðagreiðslu lýkur næsta mánudag. Sýnum samstöðu og upprætum spillinguna sem viðgengst meðal stjórnenda fyrirtækja og fjármálafyrirtækja í landinu sem skammta sér laun eftir þörfum á kostnað lágtekjufólks.“


Tengdar fréttir

Allir fyrir einn og einn fyrir alla

Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram

„Þú þvingar ekkert svar upp úr mér“

Kristján Loftsson gefur ekkert fyrir gagnrýni Vilhjálms Birgissonar á hækkun stjórnarlauna í HB Granda og segist ekki vilja svara því hvort hækka eigi lágmarkslaun til að ná sátt á vinnumarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×