Erlent

Einn leiðtoga al-Qaeda í Jemen drepinn í drónaárás

Atli Ísleifsson skrifar
Ástandið í Jemen hefur verið mjög óstöðugt síðustu mánuði.
Ástandið í Jemen hefur verið mjög óstöðugt síðustu mánuði. Vísir/AFP
Ibrahim al-Rubaish, hugmyndafræðilegur leiðtogi al-Qaeda í Jemen (AQAP), lést í drónaárás Bandaríkjahers. Frá þessu greina samtökin sjálf á heimasíðu sinni.

AQAP tilheyrir hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda og hafa notað stöðvar sínar í landinu til að ráðast á Sádi-Arabíu og fleiri ríki.

AQAP á í stríði við hermenn sem trúir eru Abd-Rabbu Mansour Hadi, forseta Jemen, sem og uppreisnarsveitir Húta sem hafa hrakið Adi forseta frá landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×