Erlent

Marco Rubio vill verða forseti

Atli ÍSleifsson skrifar
Rubio tilheyrir Teboðshreyfingunni svokölluðu og var kjörinn á þing árið 2010.
Rubio tilheyrir Teboðshreyfingunni svokölluðu og var kjörinn á þing árið 2010. Vísir/AFP
Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana.

Hinn 43 ára Rubio segist vera „einstaklega hæfur“ til að gegna embætti forseta en hann mun halda kosningafund í Frelsisturninum í Miami í kvöld.

Rubio tilheyrir Teboðshreyfingunni svokölluðu og var kjörinn á þing árið 2010.

Hann er þriðji Repúblikaninn sem tilkynnir um framboð sitt en áður hafa þeir Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Texas, og Rand Paul, öldungadeildarþingmaður Kentucky, greint frá sínu framboði.


Tengdar fréttir

Rand Paul býður sig fram til forseta

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn vill verða frambjóðandi Repúblikana í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×