Lífið

„Ég kannaðist við allar áhyggjurnar þeirra“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir vísir/ernir / mynd/facebook síða dove
„Ég fékk að sjá myndbandið frá Dove í gær og fékk í raun hroll þegar ég sá hve mikið breytist frá því maður er sjö ára þar til maður verður 27 ára. Hvað maður verður í raun ótrúlega brenglaður,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir en hún ritar pistil inn á Hún.is um #SönnFegurð átakið sem kallast Út fyrir þægindarammann. „Ég kannaðist við allar áhyggjurnar og ákvað að bera saman hvað hafði breyst hjá mér frá því ég var sjö ára.“

„Það er svo skrítið hvernig áhyggjurnar breytast úr því að vera með rúsínuputta yfir í það að vera með risa læri, risa rass og skrítin brjóst. Það er stöðug innræting frá hvers kyns miðlum og samfélaginu um það hvernig konur eiga að vera.“

Í pistli sínum segir Guðrún meðal annars; „Ég horfði lengi á mig í speglinum áðan. Ég er öll slitin. Frá öxlum og niður að hnjám. Ekki eftir barnsburð. Ó, nei. Heldur eftir að hafa eytt góðum 10 árum af lífi mínu í að þyngjast og léttast á víxl. Megrun á megrun ofan. Alltaf að reyna að passa inn í eitthvað form. Mæta útlitskröfum samfélagsins. Vera ekki á skjön við aðra.“

„Það eru fréttir af konum þar sem verið er að setja út á líkama þeirra, verið að setja út á útlit þeirra eða að þær hafi náð sér svo hratt eftir barnsburð. Það eru sjö ár síðan ég átti barn og ég er enn með kíló frá meðgöngunni. Svo heyrir maður af konu sem átti barn fyrir fjórum dögum og er strax komin með sixpack,“ segir hún. „Það er þetta sífellda áreiti að bera mann saman við einvern annan í stað þess að vera bara maður sjálfur.“

Pistil Guðrúnar má lesa í heild sinni á Hún.is og lesa má meir um #SönnFegurð með því að smella hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×