Sport

Pacquaio flúði að heiman er hann sá pabba sinn borða hund

Arnar Björnsson skrifar
Pacquaio í hringnum.
Pacquaio í hringnum. vísir/getty
Bardaga Manny Pacquiao og Floyd Mayweather um helgina í Las Vegas er beðið með mikill óþreyju.

Mikið er fjallað um risabardaga þeirra víða um heim en þjálfari Pacquiao, Freddie Roach, stal þó senunni þegar hann greindi frá því að Pacquiao hafi 12 ára gamall flúið að heiman þegar hann sá föður sinn borða hund sem strákurinn hafði komið með heim.  

Pabbinn var fullur og vildi refsa stráknum og greip því hundinn, sauð hann og borðaði. Pacquiao leist ekki meira en svo á borðhaldið að hann yfirgaf fjölskylduna og fór til Manilla þar sem hann bjó á götunni í tvö ár og svaf í pappakössum. Hann vann fyrir sér með því að kaupa kleinuhringi og selja þá aftur.

Boxarinn þarf ekki lengur að selja kleinuhringi en bardaginn er talinn skila rúmlega 300 milljónum punda. Mayweather fær 60 prósent en Pacquiao 40 prósent.  Pacquiao er 36 ára, tveimur árum yngri en andstæðingur hans. Hann á að baki 64 bardaga og hefur unnið titla í átta þyngdarflokkum.

Á meðan Mayweather er ósigraður í 64 bardögum hefur Pacquiao tapað 5.

Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.

Box

Tengdar fréttir

Manny verður flengdur

Pabbi Floyd Mayweather hefur varað Manny Pacquiao við því að Mayweather hafi aldrei æft eins vel fyrir nokkurn bardaga.

Dýrustu miðarnir kostuðu eina milljón

Miðar á bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquaio fóru loksins í sölu í dag. Ekki seinna vænna því þeir berjast eftir rúma viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×