Lífið

Átakinu #SönnFegurð ýtt úr vör með áhrifaríku myndbandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
#SönnFegurð
#SönnFegurð mynd/facebook síða dove
Í dag birtist myndband á vefnum þar sem rætt er við sjö ára stúlkur og stúlkur á háskólaaldri um hvað þeim finnist um að fara í sund. Svörin eru afar ólík því yngri stelpurnar finna fyrir tilhlökkun meðan þær eldri velta líkama sínum mikið fyrir sér. Rennibrautir og vatnið skemmta yngri kynslóðinni meðan þær eldri hræðast að ganga á bakkanum. Rúsínuputtar er helsta hræðsla þeirra yngri.

Með myndbandinu er átakinu #SönnFegurð ýtt úr vör en því er ætlað að stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Það er Dove sem stendur að baki átakinu en þeir vilja með því að fólk fagni líkamsvexti í hvaða formi sem hann er. Fyrst var sagt frá málinu í Kvennablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×