Lífið

Hafþór Júlíus fer mikinn í glænýju tónlistarmyndbandi huldumanna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fáir myndu hafa Hafþór undir í slag.
Fáir myndu hafa Hafþór undir í slag.
Daystar er nýtt tónlistarverkefni sem ekki er ljóst hverjir standa á bak við. Meðlimirnir eru þrír og ganga allir undir dulnefnum. Þeir kalla sig Lefty, Ms. Day og Ghost. Fyrsta lag þeirra kallast Trasher og kom inn á vefinn fyrir skemmstu. Það skartar engum öðrum en þriðja sterkasta manni heims, Hafþóri Júlíusi Björnssyni, í aðalhlutverki.

Meira efni er væntanlegt frá meðlimum. Plata sveitarinnar, Rise, kemur út síðar á árinu og stutt er í fleiri myndbönd. Í myndbandinu við Trasher má finna vísbendingu um næsta myndband sem er aðeins einn rammi. Náir þú að finna hann máttu taka skjáskot og senda það á daystar@projectdaystar.com. Fjórir fyrstu sem finna vísbendinguna fá að launum verðlaun frá sveitinni.

Nánari upplýsingar, þó þær séu takmarkaðar, má finna á heimasíðu sveitarinnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×