Listamaðurinn sektaður um 100 þúsund krónur: „Ætla ekki að greiða sektina“ Sunna karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2015 18:47 Hverinn Strokkur gaus rauðu í nokkur skipti eftir að litarefninu var hellt út í. Landeigendur tilkynntu málið til lögreglu í gær. mynd/marco evaristti Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. Hann ætlar þó ekki að gangast við sektinni og hyggst fara með málið fyrir dómstóla. Evaristti var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir í samtali við Vísi að sektin eigi engan rétt á sér. Litarefnið sé búið til úr ávöxtum og því skaðlaust. Enginn skaði sé skeður, enda sé markmið hans með gjörningnum að vekja athygli á umhverfinu. „Ég vil að fólk sjái hvað það er að gera umhverfinu. Ég vil að fólk átti sig á því að sápan sem það kaupir út í búð mengar umhverfið. Allar þessar rútur og bílar sem koma á Geysissvæðið daglega eru að menga umhverfið, ekki ávaxtaliturinn sem ég nota,“ segir hann. Hann hefur sett sinn svip á náttúruna víða um heim, meðal annars í Grænlandi, Noregi og Kanada. „Ég hef alltaf verið sakaður um þessi brot, hef verið handtekinn og færður til yfirheyrslna. Það endar þó alltaf þannig að sektin er dregin til baka því ég get sýnt fram á það að efnin sem ég nota eru skaðlaus.“ Evarissti býr í Danmörku og heldur þangað í fyrramálið. Hann ætlar þar að ráðfæra sig við lögfræðinga og í kjölfarið fara með málið fyrir dómstóla hér á landi. „Ég ætla ekki að greiða sektina,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Síleski listamaðurinn Marco Evaristti, sem í gær hellti rauðu litarefni út í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal, var í dag sektaður um hundrað þúsund krónur vegna brota á náttúruverndarlögum. Hann ætlar þó ekki að gangast við sektinni og hyggst fara með málið fyrir dómstóla. Evaristti var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir í samtali við Vísi að sektin eigi engan rétt á sér. Litarefnið sé búið til úr ávöxtum og því skaðlaust. Enginn skaði sé skeður, enda sé markmið hans með gjörningnum að vekja athygli á umhverfinu. „Ég vil að fólk sjái hvað það er að gera umhverfinu. Ég vil að fólk átti sig á því að sápan sem það kaupir út í búð mengar umhverfið. Allar þessar rútur og bílar sem koma á Geysissvæðið daglega eru að menga umhverfið, ekki ávaxtaliturinn sem ég nota,“ segir hann. Hann hefur sett sinn svip á náttúruna víða um heim, meðal annars í Grænlandi, Noregi og Kanada. „Ég hef alltaf verið sakaður um þessi brot, hef verið handtekinn og færður til yfirheyrslna. Það endar þó alltaf þannig að sektin er dregin til baka því ég get sýnt fram á það að efnin sem ég nota eru skaðlaus.“ Evarissti býr í Danmörku og heldur þangað í fyrramálið. Hann ætlar þar að ráðfæra sig við lögfræðinga og í kjölfarið fara með málið fyrir dómstóla hér á landi. „Ég ætla ekki að greiða sektina,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30 Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Strokkur gaus rauðu - Myndband Rauðu litarefni var hellt út í Strokk í morgun sem varð til þess að hann gaus rauðu. Talsmaður landeigendafélags Geysis segir að um vanvirðingu við náttúruna sé að ræða og vill að gripið verði til frekari ráðstafana. 24. apríl 2015 11:30
Rauða litarefnið í rannsókn hjá lögreglu Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál er varðar litarefni sem hellt var ofan í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í morgun. 24. apríl 2015 15:43