Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2015 13:26 Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. Formaður Framsýnar á Húsavík segir greinilegt að samstaðan innan Samtaka atvinnulífsins sé að riðlast. Fjölmörg fyrirtæki vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins. Þá hafi SA ekki gert athugasemdir við samning HB Granda um hækkun bónusgreiðslna sem sé svipuð hækkun og Starfsgreinasambandið fari fram á. Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýn á Húsavík, sem er eitt sextán félaga innan Starfsgreinasambandsins sem boðað hafa til verkfalls, segir það eftir að koma í ljós hvort hugsanlegir kjarasamningar við einstök fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins haldi gildi sínu verði þeir gerðir. Það sé hins vegar stórfurðulegt ef fyrirtæki sem telji sig hafa burði til að semja á grundvelli krafna Starfsgreinasambandsins fái ekki leyfi til þess að hækka mánaðarlaunin um 35 þúsund krónur.Sýnist þér á fyrirtækjum á þínu svæði að þau telji að það sé borð fyrir báru til að semja og að þau vilji gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir verkföll? „Já, þau segja bara hreint út þessi fyrirtæki sem eru innan SA; það er miklu dýrara fyrir okkur að fá verkföll. Við viljum semja um þessar réttlátu kröfur. Við erum með stuðningsyfirlýsingar frá nokkrum fyrirtækjum, sem lýsa fullum stuðningi við okkar kröfur. Þau segja við viljum semja og losna undanverkfalli og verulegu tjóni,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að nýleg ákvörðun HB Granda um að hækka bónusgreiðslur til sinna starfsmanna sé ígildi kjarasamnings þótt Samtök atvinnulífsins muni eflaust þræta fyrir það. Þar með hafi friðarskylda verið rofin samkvæmt ítrustu skilgreiningum. „En þetta er stórmerkilegt. Verkalýðsfélag Akraness semur við HB Granda undir friðarskyldu frá SA um verulega hækkun á bónus, sem jafngildir því að fólk sé að fá allt að 288 krónur í hækkun á á tímann. En En ítrustu kröfur Starfsgreinasambandsins er hækkun er hækkun á töxtum nú um 244 krónur. Þannig að þetta er óskiljanlegt og þeir hjá SA verða að útskýra þetta fyrir öðrum fyrirtækjum; af hverju þeir leyfa HB Granda að gera þetta undir friðarskyldu,“ segir Aðalsteinn. Áhugi margra fyrirtækja til að ná samningum við aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sýni að samstaðan innan Samtaka atvinnulífsins sé að riðlast. „Já það er ekki spurning. Samtöl sem ég hef átt við atvinnurekendur undanfarna daga og póstar sem ég er með, staðfesta að það er greinilegt að það er að riðlast samstaðan,“ segir Aðalsteinn Baldursson. Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Formaður Framsýnar á Húsavík segir greinilegt að samstaðan innan Samtaka atvinnulífsins sé að riðlast. Fjölmörg fyrirtæki vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins. Þá hafi SA ekki gert athugasemdir við samning HB Granda um hækkun bónusgreiðslna sem sé svipuð hækkun og Starfsgreinasambandið fari fram á. Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýn á Húsavík, sem er eitt sextán félaga innan Starfsgreinasambandsins sem boðað hafa til verkfalls, segir það eftir að koma í ljós hvort hugsanlegir kjarasamningar við einstök fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins haldi gildi sínu verði þeir gerðir. Það sé hins vegar stórfurðulegt ef fyrirtæki sem telji sig hafa burði til að semja á grundvelli krafna Starfsgreinasambandsins fái ekki leyfi til þess að hækka mánaðarlaunin um 35 þúsund krónur.Sýnist þér á fyrirtækjum á þínu svæði að þau telji að það sé borð fyrir báru til að semja og að þau vilji gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir verkföll? „Já, þau segja bara hreint út þessi fyrirtæki sem eru innan SA; það er miklu dýrara fyrir okkur að fá verkföll. Við viljum semja um þessar réttlátu kröfur. Við erum með stuðningsyfirlýsingar frá nokkrum fyrirtækjum, sem lýsa fullum stuðningi við okkar kröfur. Þau segja við viljum semja og losna undanverkfalli og verulegu tjóni,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að nýleg ákvörðun HB Granda um að hækka bónusgreiðslur til sinna starfsmanna sé ígildi kjarasamnings þótt Samtök atvinnulífsins muni eflaust þræta fyrir það. Þar með hafi friðarskylda verið rofin samkvæmt ítrustu skilgreiningum. „En þetta er stórmerkilegt. Verkalýðsfélag Akraness semur við HB Granda undir friðarskyldu frá SA um verulega hækkun á bónus, sem jafngildir því að fólk sé að fá allt að 288 krónur í hækkun á á tímann. En En ítrustu kröfur Starfsgreinasambandsins er hækkun er hækkun á töxtum nú um 244 krónur. Þannig að þetta er óskiljanlegt og þeir hjá SA verða að útskýra þetta fyrir öðrum fyrirtækjum; af hverju þeir leyfa HB Granda að gera þetta undir friðarskyldu,“ segir Aðalsteinn. Áhugi margra fyrirtækja til að ná samningum við aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sýni að samstaðan innan Samtaka atvinnulífsins sé að riðlast. „Já það er ekki spurning. Samtöl sem ég hef átt við atvinnurekendur undanfarna daga og póstar sem ég er með, staðfesta að það er greinilegt að það er að riðlast samstaðan,“ segir Aðalsteinn Baldursson.
Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira