Menning

Sigurður Pálsson gerður að heiðursfélaga Rithöfundasambandsins

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigurður er meðal þekktustu og vinsælustu skálda þjóðarinnar.
Sigurður er meðal þekktustu og vinsælustu skálda þjóðarinnar. Vísir/Stefán
Sigurður Pálsson skáld var í kvöld gerður að heiðursfélaga í Rithöfundasambandi Íslands. Hann er þrítugasti og þriðji heiðursfélagi sambandsins frá upphafi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rithöfundasambandinu. Sigurður er meðal þekktustu og vinsælustu skálda þjóðarinnar en hann hlaut meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir bókina Minnisbók. Hann gengdi formennsku í Rithöfundasambandinu á árunum 1984 til 1988.

Í vetur var Sigurður jafnframt valinn fyrstur skálda til að gegna starfi við hugvísindasvið Háskóla Íslands sem kennt er við Jónas Hallgrímsson. Starfið er ætlað rithöfundum til að vinna með ritlistarnemum í eitt eða tvö misseri í senn og efla ritlistarnám við Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.