Lögmaður Árna og Mjölnis: Steggurinn tók vissa áhættu með því að stíga inn í hringinn Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2015 11:53 Árni Ísaksson, bardagakappi. Vísir/Valli „Þessi málshöfðun á ekki neinn rétt á sér,“ segir Fróði Steingrímsson, lögmaður Árna Ísakssonar og Mjölnis, um stefnu fasteignasalans Lárusar Óskarssonar gegn bardagakappanum og bardagaklúbbnum. Lárus fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahring í Mjölni en það var hluti af steggjun sem félagar Lárusar höfðu skipulagt. Lárus segist hafa þurft að fresta brúðkaupinu vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin sagði fyrst frá málinu í gær en Vísir ræddi einnig við Lárus í gær þar sem hann sagði lækna hafa þurft að setja skrúfur og nagla í fótinn til að tjasla honum saman og að beinbrotið hefði haft mikil áhrif á vinnuna og daglegt líf. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi,“ sagði Lárus við Vísi. „Mér finnst það í fyrsta lagi blasa við að þegar maður stígur inn í bardagahring þá taki hann með því vissa áhættu með því að taka þátt í svona contact-sporti og ef þetta hefur gerst með þeim hætti sem hann heldur fram þá er augljóst að það er um að ræða slys eins og gerist í snertiíþróttum,“ segir Fróði um málið. Hann heldur því fram að ekkert liggi fyrir í málinu sem sýni fram á að nokkur hafi sýnt af sér vanrækslu eða að meiðsl Lárusar megi rekja til saknæmrar háttsemi. „Hvorki Árna né Mjölni. Það verður að leysa úr þessu fyrir dómsólum,“ segir Fróði en um er að ræða viðurkenningarmál þar sem tekist verður á um hvort að Árni eða Mjölnir beri ábyrgð á því tjóni sem Lárus telur sig hafa orðið fyrir. Ef dómurinn fellst á þau sjónarmið Lárusar er grundvöllur fyrir því að leggja fram skaðabótakröfu. Tengdar fréttir Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
„Þessi málshöfðun á ekki neinn rétt á sér,“ segir Fróði Steingrímsson, lögmaður Árna Ísakssonar og Mjölnis, um stefnu fasteignasalans Lárusar Óskarssonar gegn bardagakappanum og bardagaklúbbnum. Lárus fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahring í Mjölni en það var hluti af steggjun sem félagar Lárusar höfðu skipulagt. Lárus segist hafa þurft að fresta brúðkaupinu vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin sagði fyrst frá málinu í gær en Vísir ræddi einnig við Lárus í gær þar sem hann sagði lækna hafa þurft að setja skrúfur og nagla í fótinn til að tjasla honum saman og að beinbrotið hefði haft mikil áhrif á vinnuna og daglegt líf. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi,“ sagði Lárus við Vísi. „Mér finnst það í fyrsta lagi blasa við að þegar maður stígur inn í bardagahring þá taki hann með því vissa áhættu með því að taka þátt í svona contact-sporti og ef þetta hefur gerst með þeim hætti sem hann heldur fram þá er augljóst að það er um að ræða slys eins og gerist í snertiíþróttum,“ segir Fróði um málið. Hann heldur því fram að ekkert liggi fyrir í málinu sem sýni fram á að nokkur hafi sýnt af sér vanrækslu eða að meiðsl Lárusar megi rekja til saknæmrar háttsemi. „Hvorki Árna né Mjölni. Það verður að leysa úr þessu fyrir dómsólum,“ segir Fróði en um er að ræða viðurkenningarmál þar sem tekist verður á um hvort að Árni eða Mjölnir beri ábyrgð á því tjóni sem Lárus telur sig hafa orðið fyrir. Ef dómurinn fellst á þau sjónarmið Lárusar er grundvöllur fyrir því að leggja fram skaðabótakröfu.
Tengdar fréttir Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Fótbrotnaði í átökum við Árna Ísaksson í húsakynnum Mjölnis. 20. apríl 2015 22:02