Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2015 10:32 Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna. Vísir/AFP Utanríkis- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær viðbragðsáætlun í tíu liðum sem miðar að því að koma í veg fyrir fleiri harmleiki tengdum bátsferðum flóttafólks frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Ráðherrarnir komu saman til fundar í gær eftir að um átta hundruð manns drukknuðu eftir að illa búinn og ofhlaðinn bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina.Á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má sjá áætluna:Að styrkja sameiginlegar aðgerðir í Miðjarðarhafi, fyrst og fremst Triton og Poseidon, með því að auka fjárframlög til þeirra og búnað. Evrópusambandið mun einnig stækka eftirlitssvæði sitt í Miðjarðarhafi.Sambandið mun vinna kerfisbundið að því að hafa uppi á og eyðileggja þá báta sem smyglarar hyggjast notast við til að ferja flóttafólk yfir Miðjarðarhaf. Notast skal við „Atalanta“, verkefni ESB undan strönd Sómalíu þar sem unnið er að því að draga úr sjóránum, sem fyrirmynd. Embættismenn ESB segja þetta bæði verð aborgaralegt og hernaðarlegt verkefni, en gáfu engar frekari upplýsingar.Fulltrúar EUROPOL, Landamærastofnunar Evrópu og Flóttamannastofnunar Evrópu og saksóknarar munu funda reglulega og vinna saman að því að safna upplýsingum um smyglara, þar á meðal kortleggja fjármögnunarleiðir þeirra.Flóttamannahjálp Evrópusambandins mun senda teymi til Ítalíu og Grikklands sem munu vinna í sameiningu að öllum hælisumsóknum.Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna.Evrópusambandið mun íhuga að koma upp sérstöku verklagi sem snýr að „flutningi flóttafólks“.Evrópusambandið mun hleypa af stökkunum nýju tilraunaverkefni, sem snýr að því að bjóða flóttamönnum möguleika á að setjast að á nokkrum stöðum í álfunni.Frontex, landamærafrofnun ESB, hyggst koma á nýrri flýtiáætlun til að senda ólöglega flóttamenn aftur til baka.Framkvæmdastjórn ESB hyggst auka samskipti sín við yfirvöld í nágrannaríkjum Líbíu.Evrópusambandið hyggst senda út sérstaka fulltrúa til erlendra ríkja til að safna upplýsingum um straum flóttamanna og efla hlutverk sendinefnda ESB. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðaði í gær til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkjanna til að ræða vandann. Munu þeir funda í Brussel á fimmtudaginn. Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Utanríkis- og innanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær viðbragðsáætlun í tíu liðum sem miðar að því að koma í veg fyrir fleiri harmleiki tengdum bátsferðum flóttafólks frá norðurströnd Afríku til Evrópu. Ráðherrarnir komu saman til fundar í gær eftir að um átta hundruð manns drukknuðu eftir að illa búinn og ofhlaðinn bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina.Á vef framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má sjá áætluna:Að styrkja sameiginlegar aðgerðir í Miðjarðarhafi, fyrst og fremst Triton og Poseidon, með því að auka fjárframlög til þeirra og búnað. Evrópusambandið mun einnig stækka eftirlitssvæði sitt í Miðjarðarhafi.Sambandið mun vinna kerfisbundið að því að hafa uppi á og eyðileggja þá báta sem smyglarar hyggjast notast við til að ferja flóttafólk yfir Miðjarðarhaf. Notast skal við „Atalanta“, verkefni ESB undan strönd Sómalíu þar sem unnið er að því að draga úr sjóránum, sem fyrirmynd. Embættismenn ESB segja þetta bæði verð aborgaralegt og hernaðarlegt verkefni, en gáfu engar frekari upplýsingar.Fulltrúar EUROPOL, Landamærastofnunar Evrópu og Flóttamannastofnunar Evrópu og saksóknarar munu funda reglulega og vinna saman að því að safna upplýsingum um smyglara, þar á meðal kortleggja fjármögnunarleiðir þeirra.Flóttamannahjálp Evrópusambandins mun senda teymi til Ítalíu og Grikklands sem munu vinna í sameiningu að öllum hælisumsóknum.Yfirvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins munu skrá fingraför allra flóttamanna.Evrópusambandið mun íhuga að koma upp sérstöku verklagi sem snýr að „flutningi flóttafólks“.Evrópusambandið mun hleypa af stökkunum nýju tilraunaverkefni, sem snýr að því að bjóða flóttamönnum möguleika á að setjast að á nokkrum stöðum í álfunni.Frontex, landamærafrofnun ESB, hyggst koma á nýrri flýtiáætlun til að senda ólöglega flóttamenn aftur til baka.Framkvæmdastjórn ESB hyggst auka samskipti sín við yfirvöld í nágrannaríkjum Líbíu.Evrópusambandið hyggst senda út sérstaka fulltrúa til erlendra ríkja til að safna upplýsingum um straum flóttamanna og efla hlutverk sendinefnda ESB. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðaði í gær til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkjanna til að ræða vandann. Munu þeir funda í Brussel á fimmtudaginn.
Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira