Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 15:34 „Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur Kristinn. Vísir/GVA Við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag voru spilaðar þó nokkrar upptökur af símtölum Péturs Kristins Guðmarssonar, eins ákærða í málinu, við bæði tengda aðila og óþekkta einstaklinga. Sími Péturs var hleraður við rannsókn málsins og var spilað símtal á milli hans og Birnis Snæs Björnssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Þeir voru báðir verðbréfasalar hjá deild eigin viðskipta Kaupþings. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa vísvitandi haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum. Það hafi þeir gert með því að kaupa mikið magn af bréfum bankans og haft þannig óeðlilegt inngrip í markaðinn.Var í lagi að framfylgja öllum fyrirmælum? Í símtalinu, sem er frá því í maí 2010, ræddu Pétur og Birnir um hverjir hefðu gefið þeim fyrirmæli í þeirra starfi. Voru það þeir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Voru Pétur og Birnir sammála um það að þeir hafi bara verið að „framfylgja skipunum”. Saksóknari spurði Pétur sérstaklega út í fund sem hann minntist á í símtalinu og á að hafa farið fram í apríl 2008. „Við höfum samband við okkar yfirmann [Einar] því við viljum ræða verklag deildarinnar og hvort allt sé eðlilegt. [...] Við áttum þennan fund og ræddum verklag deildarinnar og hvort það væri í lagi að framfylgja öllum þessum fyrirmælum,” svaraði Pétur. Hann var þá spurður hvort þeir hafi efast um hvort það væri í lagi að framfylgja fyrirmælunum. „Já, ég hugsa það. Við höfðum áhyggjur af því að fylgja framfylgjum forstjórans [Ingólfs] og hegðunar okkar í Kaupþingi.”„Enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka” Björn spurði hvort að markaðsmisnotkun hafi verið rædd á fundinum. „Það orð kom fram á þeim fundi, já. [...] Ég man ekki út af hverju, það orð kom bara fram.” Pétur hefur ítrekað sagt að hlutverk hans hjá bankanum hafi meðal annars verið að auka seljanleika bréfa í Kaupþingi. Saksóknari reyndi að sama skapi ítrekað að fá fram að það hafi verið samasemmerki á milli þess að auka seljanleika og að styðja við gengi hlutabréfanna. Þessu neitaði Pétur: „Þegar þú ert að auka seljanleika ertu bara að gefa viðskiptavinum tækifæri á að selja og kaupa. Markaðurinn fer bara þangað sem hann fer. Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag voru spilaðar þó nokkrar upptökur af símtölum Péturs Kristins Guðmarssonar, eins ákærða í málinu, við bæði tengda aðila og óþekkta einstaklinga. Sími Péturs var hleraður við rannsókn málsins og var spilað símtal á milli hans og Birnis Snæs Björnssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Þeir voru báðir verðbréfasalar hjá deild eigin viðskipta Kaupþings. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa vísvitandi haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum. Það hafi þeir gert með því að kaupa mikið magn af bréfum bankans og haft þannig óeðlilegt inngrip í markaðinn.Var í lagi að framfylgja öllum fyrirmælum? Í símtalinu, sem er frá því í maí 2010, ræddu Pétur og Birnir um hverjir hefðu gefið þeim fyrirmæli í þeirra starfi. Voru það þeir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Voru Pétur og Birnir sammála um það að þeir hafi bara verið að „framfylgja skipunum”. Saksóknari spurði Pétur sérstaklega út í fund sem hann minntist á í símtalinu og á að hafa farið fram í apríl 2008. „Við höfum samband við okkar yfirmann [Einar] því við viljum ræða verklag deildarinnar og hvort allt sé eðlilegt. [...] Við áttum þennan fund og ræddum verklag deildarinnar og hvort það væri í lagi að framfylgja öllum þessum fyrirmælum,” svaraði Pétur. Hann var þá spurður hvort þeir hafi efast um hvort það væri í lagi að framfylgja fyrirmælunum. „Já, ég hugsa það. Við höfðum áhyggjur af því að fylgja framfylgjum forstjórans [Ingólfs] og hegðunar okkar í Kaupþingi.”„Enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka” Björn spurði hvort að markaðsmisnotkun hafi verið rædd á fundinum. „Það orð kom fram á þeim fundi, já. [...] Ég man ekki út af hverju, það orð kom bara fram.” Pétur hefur ítrekað sagt að hlutverk hans hjá bankanum hafi meðal annars verið að auka seljanleika bréfa í Kaupþingi. Saksóknari reyndi að sama skapi ítrekað að fá fram að það hafi verið samasemmerki á milli þess að auka seljanleika og að styðja við gengi hlutabréfanna. Þessu neitaði Pétur: „Þegar þú ert að auka seljanleika ertu bara að gefa viðskiptavinum tækifæri á að selja og kaupa. Markaðurinn fer bara þangað sem hann fer. Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37