Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 15:34 „Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur Kristinn. Vísir/GVA Við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag voru spilaðar þó nokkrar upptökur af símtölum Péturs Kristins Guðmarssonar, eins ákærða í málinu, við bæði tengda aðila og óþekkta einstaklinga. Sími Péturs var hleraður við rannsókn málsins og var spilað símtal á milli hans og Birnis Snæs Björnssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Þeir voru báðir verðbréfasalar hjá deild eigin viðskipta Kaupþings. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa vísvitandi haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum. Það hafi þeir gert með því að kaupa mikið magn af bréfum bankans og haft þannig óeðlilegt inngrip í markaðinn.Var í lagi að framfylgja öllum fyrirmælum? Í símtalinu, sem er frá því í maí 2010, ræddu Pétur og Birnir um hverjir hefðu gefið þeim fyrirmæli í þeirra starfi. Voru það þeir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Voru Pétur og Birnir sammála um það að þeir hafi bara verið að „framfylgja skipunum”. Saksóknari spurði Pétur sérstaklega út í fund sem hann minntist á í símtalinu og á að hafa farið fram í apríl 2008. „Við höfum samband við okkar yfirmann [Einar] því við viljum ræða verklag deildarinnar og hvort allt sé eðlilegt. [...] Við áttum þennan fund og ræddum verklag deildarinnar og hvort það væri í lagi að framfylgja öllum þessum fyrirmælum,” svaraði Pétur. Hann var þá spurður hvort þeir hafi efast um hvort það væri í lagi að framfylgja fyrirmælunum. „Já, ég hugsa það. Við höfðum áhyggjur af því að fylgja framfylgjum forstjórans [Ingólfs] og hegðunar okkar í Kaupþingi.”„Enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka” Björn spurði hvort að markaðsmisnotkun hafi verið rædd á fundinum. „Það orð kom fram á þeim fundi, já. [...] Ég man ekki út af hverju, það orð kom bara fram.” Pétur hefur ítrekað sagt að hlutverk hans hjá bankanum hafi meðal annars verið að auka seljanleika bréfa í Kaupþingi. Saksóknari reyndi að sama skapi ítrekað að fá fram að það hafi verið samasemmerki á milli þess að auka seljanleika og að styðja við gengi hlutabréfanna. Þessu neitaði Pétur: „Þegar þú ert að auka seljanleika ertu bara að gefa viðskiptavinum tækifæri á að selja og kaupa. Markaðurinn fer bara þangað sem hann fer. Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag voru spilaðar þó nokkrar upptökur af símtölum Péturs Kristins Guðmarssonar, eins ákærða í málinu, við bæði tengda aðila og óþekkta einstaklinga. Sími Péturs var hleraður við rannsókn málsins og var spilað símtal á milli hans og Birnis Snæs Björnssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Þeir voru báðir verðbréfasalar hjá deild eigin viðskipta Kaupþings. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa vísvitandi haldið uppi hlutabréfaverði í bankanum. Það hafi þeir gert með því að kaupa mikið magn af bréfum bankans og haft þannig óeðlilegt inngrip í markaðinn.Var í lagi að framfylgja öllum fyrirmælum? Í símtalinu, sem er frá því í maí 2010, ræddu Pétur og Birnir um hverjir hefðu gefið þeim fyrirmæli í þeirra starfi. Voru það þeir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Voru Pétur og Birnir sammála um það að þeir hafi bara verið að „framfylgja skipunum”. Saksóknari spurði Pétur sérstaklega út í fund sem hann minntist á í símtalinu og á að hafa farið fram í apríl 2008. „Við höfum samband við okkar yfirmann [Einar] því við viljum ræða verklag deildarinnar og hvort allt sé eðlilegt. [...] Við áttum þennan fund og ræddum verklag deildarinnar og hvort það væri í lagi að framfylgja öllum þessum fyrirmælum,” svaraði Pétur. Hann var þá spurður hvort þeir hafi efast um hvort það væri í lagi að framfylgja fyrirmælunum. „Já, ég hugsa það. Við höfðum áhyggjur af því að fylgja framfylgjum forstjórans [Ingólfs] og hegðunar okkar í Kaupþingi.”„Enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka” Björn spurði hvort að markaðsmisnotkun hafi verið rædd á fundinum. „Það orð kom fram á þeim fundi, já. [...] Ég man ekki út af hverju, það orð kom bara fram.” Pétur hefur ítrekað sagt að hlutverk hans hjá bankanum hafi meðal annars verið að auka seljanleika bréfa í Kaupþingi. Saksóknari reyndi að sama skapi ítrekað að fá fram að það hafi verið samasemmerki á milli þess að auka seljanleika og að styðja við gengi hlutabréfanna. Þessu neitaði Pétur: „Þegar þú ert að auka seljanleika ertu bara að gefa viðskiptavinum tækifæri á að selja og kaupa. Markaðurinn fer bara þangað sem hann fer. Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37