Lífið

Gísli Marteinn skólaði lögregluna: Biggi lögga vísaði í lög sem eru ekki til

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Gísli Marteinn Baldursson leiðrétti Bigga löggu á Twitter í gær.
Gísli Marteinn Baldursson leiðrétti Bigga löggu á Twitter í gær. Vísir/Facebook/Vilhelm
Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður og áhugamaður um hjólreiðar, skólaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til á Twitter í gær. Þar leiðrétti hann Bigga löggu sem í nýju myndbandi á vef Facebook-síðu lögreglunnar sagði að það væri bundið í lög að ungmenni undir fimmtán ára þyrftu að vera með hjálm á höfðinu þegar þau hjóluðu. Það er rangt, eins og Gísli Marteinn benti á.

Sjá einnig: Gísli Marteinn hetjan í nýjum tölvuleik

Hið rétta er að ráðherra setti reglugerð sem gildir um hjálmanotkun ungmenna en hana er hægt að afnema án þess að þingið komi að líkt og um lög væri að ræða. Sólveig Pétursdóttir, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, setti reglurnar árið 1999 en þær skylda börn yngri en 15 ára til að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar nema það fengið læknisvottorð sem undanþiggur það notkun hans af heilsufars- eða læknisfræðilegum ástæðum.

Lögreglunni er þó ekki heimilt að gera neitt annað en að vekja athygli barna á þessari skyldu, verði hún vör við hjálmlaus börn á reiðhjólum.

Biggi lögga - Hjálmar

Biggi lögga - Hjálmar

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Friday, May 8, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×