Upprifjun: Höddi Magg afgreiddi KR með síðasta marki sínu í efstu deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2015 11:30 Stórleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta fer fram á KR-vellinum í kvöld þar sem eigast við stórveldin KR og FH. Viðureignir liðanna undanfarinn áratug eða svo hafa verið einhver besta auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu og skemmtanagildið mikið.Sjá einnig:Hefst titilbaráttan á KR-velli? FH-ingar höfðu lengi gott tak á KR í Frostaskjólinu, en því lauk á meistara ári KR-inga árið 2011 þegar heimamenn unnu, 2-0. KR er ósigrað gegn FH í fimm síðustu leikjum í deild og bikar á KR-velli, en FH vann útileikinn gegn KR á síðustu leiktíð. Þá var spilað á gervigrasinu í Laugardal. Til upprifjunar fyrir leikinn í kvöld tökum við fyrir sigur FH í Frostaskjóli 2001. FH var þá í titilbaráttu við ÍBV og ÍA, en KR átti erfitt uppdráttar eftir að verða meistari tvö ár í röð. Jónas Grani Garðarsson kom FH yfir á 31. mínútu eftir fyrirgjöf Jóns Þorgríms Stefánssonar. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, tók aukaspyrnu snöggt á Jón Þorgrím en auðvitað bauð Heimir upp á utanfótar sendingu. Jónas Grani átti einnig stóran þátt í öðru marki FH sem tryggði gestunum sigurinn. Hann tók snilldarlega við boltanum inn á teiginn og var felldur af Gunnari Einarssyni. Gísli Jóhannsson, dómari, gat ekkert annað gert en dæmt vítaspyrnu. Á punktinn fór markamaskínan Hörður Magnússon sem sendi vítabanann Kristján Finnbogason í rangt horn. Hörður klúðraði dauðafæri á 13. mínútu þegar Kristján varði meistaralega frá honum af stuttu færi, en Herði brást ekki bogalistin á vítapunktinum. Þetta mark er sögulegt því það er það síðasta sem Hörður Magnússon skoraði í efstu deild. Hann átti eftir að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir ÍR í 2. deildinni tveimur árum síðar áður en hann lagði skóna á hilluna. Tryggvi Sveinn Bjarnason, sem þá var ungur varnarmaður í liði KR, minnkaði muninn á 85. mínútu eftir fyrirgjöf varamannsins Sigþórs Júlíussonar. Nær komst KR ekki. Logi Ólafsson þjálfaði FH á þessum tíma, en hann verður einmitt að lýsa leiknum í Frostaskjólinu í kvöld. Eftir leikinn, eða klukkan 22.00, eru Pepsi-mörkin svo á dagskrá en þáttarstjórnandi er auðvitað Hörður Magnússon.Viðureign KR og FH árið 2001 var í beinni útsendingu á Sýn, en allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Þorsteins Gunnarssonar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Stórleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta fer fram á KR-vellinum í kvöld þar sem eigast við stórveldin KR og FH. Viðureignir liðanna undanfarinn áratug eða svo hafa verið einhver besta auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu og skemmtanagildið mikið.Sjá einnig:Hefst titilbaráttan á KR-velli? FH-ingar höfðu lengi gott tak á KR í Frostaskjólinu, en því lauk á meistara ári KR-inga árið 2011 þegar heimamenn unnu, 2-0. KR er ósigrað gegn FH í fimm síðustu leikjum í deild og bikar á KR-velli, en FH vann útileikinn gegn KR á síðustu leiktíð. Þá var spilað á gervigrasinu í Laugardal. Til upprifjunar fyrir leikinn í kvöld tökum við fyrir sigur FH í Frostaskjóli 2001. FH var þá í titilbaráttu við ÍBV og ÍA, en KR átti erfitt uppdráttar eftir að verða meistari tvö ár í röð. Jónas Grani Garðarsson kom FH yfir á 31. mínútu eftir fyrirgjöf Jóns Þorgríms Stefánssonar. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, tók aukaspyrnu snöggt á Jón Þorgrím en auðvitað bauð Heimir upp á utanfótar sendingu. Jónas Grani átti einnig stóran þátt í öðru marki FH sem tryggði gestunum sigurinn. Hann tók snilldarlega við boltanum inn á teiginn og var felldur af Gunnari Einarssyni. Gísli Jóhannsson, dómari, gat ekkert annað gert en dæmt vítaspyrnu. Á punktinn fór markamaskínan Hörður Magnússon sem sendi vítabanann Kristján Finnbogason í rangt horn. Hörður klúðraði dauðafæri á 13. mínútu þegar Kristján varði meistaralega frá honum af stuttu færi, en Herði brást ekki bogalistin á vítapunktinum. Þetta mark er sögulegt því það er það síðasta sem Hörður Magnússon skoraði í efstu deild. Hann átti eftir að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir ÍR í 2. deildinni tveimur árum síðar áður en hann lagði skóna á hilluna. Tryggvi Sveinn Bjarnason, sem þá var ungur varnarmaður í liði KR, minnkaði muninn á 85. mínútu eftir fyrirgjöf varamannsins Sigþórs Júlíussonar. Nær komst KR ekki. Logi Ólafsson þjálfaði FH á þessum tíma, en hann verður einmitt að lýsa leiknum í Frostaskjólinu í kvöld. Eftir leikinn, eða klukkan 22.00, eru Pepsi-mörkin svo á dagskrá en þáttarstjórnandi er auðvitað Hörður Magnússon.Viðureign KR og FH árið 2001 var í beinni útsendingu á Sýn, en allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Þorsteins Gunnarssonar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira