Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2015 22:30 Sigurður Einarsson ásamt verjanda sínum. vísir/ernir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, tók í málflutningsræðu sinni í dag að öllu leyti undir málflutning Harðar Felix Harðarsonar, verjanda Hreiðars Más Sigurðssonar, sem flutti málflutningsræðu sína í morgun. Gestur fer fram á frávísun málsins og til vara fram á sýknu. Sigurður og Hreiðar eru báðir á meðal ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en alls eru níu ákærðir í málinu fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum.„Aldrei gert neitt ólöglegt en samt eru viðskiptin ólögleg”Í ræðu sinni gerði Gestur meðal annars málatilbúnað sérstaks saksóknara að umtalsefni. Hann sagði ekkert ólögmætt hafa átt sér stað með viðskipti Kaupþings í eigin bréfum, hvort sem að það sneri að kaupum bankans á þeim eða sölum til eignarhaldsfélaga, en fyrir þetta tvennt er ákært í málinu. Þá er einnig ákært fyrir lán sem bankinn veitti eignarhaldsfélögunum til að kaupa bréfin með veði í bréfunum sjálfum. Um þetta allt sagði Gestur: „Það eru engin lög eða reglur sem banna sölu eigin bréfa til eignarhaldsfélaga. Það eru engin lög eða reglur sem banna bankanum að selja bréf með fullri fjármögnun. Það eru engin lög eða reglur sem banna bankanum að tak veð í bréfunum sjálfum. Salan er lögmæt, fjármögnunin er lögmæt [...] Það eru engar reglur um tilkynningar brotnar. [...] Það er aldrei gert neitt ólöglegt en samt eru viðskiptin ólögleg. Þetta er heimspekileg þversögn.”Mikið fjallað í fjölmiðlum um „krassandi búta” úr símtölumGestur gagnrýndi svo einnig sönnunarfærslu ákæruvaldsins fyrir dómi, sem hann sagði að yrði að vera hlutlæg. Vísaði hann meðal annars til spurninga sem lögð voru fyrir vitni í málinu. „Almenn vitni má ekki spyrja matskenndra spurninga en ítrekað var gengið eftir því að fá skoðun þeirra ekki bara á eigin gjörðum heldur líka á gjörðum. annarra Svo hafa verið spilaðir hér krassandi bútar úr símtölum og borin undir vitnin.” Verjandinn sagði svo að mikið hefði verið fjallað um þessi símtöl í fjölmiðlum sem flutt hafa fréttir af málinu. Sagði Gestur slíkar fréttir því miður til þess fallnar að skapa ákveðin hughrif.Yfirlýsing saksóknara honum til minnkunarÞá gagnrýndi Gestur saksóknara harðlega fyrir að lýsa því yfir í málflutningsræðu sinni í gær að Sigurður hefði játað markaðsmisnotkun fyrir dómi og sagði að sú yfirlýsing hefði samstundis orðið fréttaefni. Fullyrti Gestur að saksóknari hefði haft rangt eftir skjólstæðingi sínum og yfirlýsing saksóknarans væri honum til minnkunar. Gestur sagði svo að saksóknari færi með ósannindi þegar hann talaði um að Sigurður hefði veitt samþykki sitt fyrir viðskiptunum og lagt línur varðandi þau. „Þetta eru orð án innihalds. [...] [Saksóknaranum] ber að sýna hlutlægni og virða sannleikann í öllu sem hann gerir.” Málflutningur heldur áfram á morgun og gert er ráð fyrir að honum ljúki á föstudag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15 Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, tók í málflutningsræðu sinni í dag að öllu leyti undir málflutning Harðar Felix Harðarsonar, verjanda Hreiðars Más Sigurðssonar, sem flutti málflutningsræðu sína í morgun. Gestur fer fram á frávísun málsins og til vara fram á sýknu. Sigurður og Hreiðar eru báðir á meðal ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en alls eru níu ákærðir í málinu fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum.„Aldrei gert neitt ólöglegt en samt eru viðskiptin ólögleg”Í ræðu sinni gerði Gestur meðal annars málatilbúnað sérstaks saksóknara að umtalsefni. Hann sagði ekkert ólögmætt hafa átt sér stað með viðskipti Kaupþings í eigin bréfum, hvort sem að það sneri að kaupum bankans á þeim eða sölum til eignarhaldsfélaga, en fyrir þetta tvennt er ákært í málinu. Þá er einnig ákært fyrir lán sem bankinn veitti eignarhaldsfélögunum til að kaupa bréfin með veði í bréfunum sjálfum. Um þetta allt sagði Gestur: „Það eru engin lög eða reglur sem banna sölu eigin bréfa til eignarhaldsfélaga. Það eru engin lög eða reglur sem banna bankanum að selja bréf með fullri fjármögnun. Það eru engin lög eða reglur sem banna bankanum að tak veð í bréfunum sjálfum. Salan er lögmæt, fjármögnunin er lögmæt [...] Það eru engar reglur um tilkynningar brotnar. [...] Það er aldrei gert neitt ólöglegt en samt eru viðskiptin ólögleg. Þetta er heimspekileg þversögn.”Mikið fjallað í fjölmiðlum um „krassandi búta” úr símtölumGestur gagnrýndi svo einnig sönnunarfærslu ákæruvaldsins fyrir dómi, sem hann sagði að yrði að vera hlutlæg. Vísaði hann meðal annars til spurninga sem lögð voru fyrir vitni í málinu. „Almenn vitni má ekki spyrja matskenndra spurninga en ítrekað var gengið eftir því að fá skoðun þeirra ekki bara á eigin gjörðum heldur líka á gjörðum. annarra Svo hafa verið spilaðir hér krassandi bútar úr símtölum og borin undir vitnin.” Verjandinn sagði svo að mikið hefði verið fjallað um þessi símtöl í fjölmiðlum sem flutt hafa fréttir af málinu. Sagði Gestur slíkar fréttir því miður til þess fallnar að skapa ákveðin hughrif.Yfirlýsing saksóknara honum til minnkunarÞá gagnrýndi Gestur saksóknara harðlega fyrir að lýsa því yfir í málflutningsræðu sinni í gær að Sigurður hefði játað markaðsmisnotkun fyrir dómi og sagði að sú yfirlýsing hefði samstundis orðið fréttaefni. Fullyrti Gestur að saksóknari hefði haft rangt eftir skjólstæðingi sínum og yfirlýsing saksóknarans væri honum til minnkunar. Gestur sagði svo að saksóknari færi með ósannindi þegar hann talaði um að Sigurður hefði veitt samþykki sitt fyrir viðskiptunum og lagt línur varðandi þau. „Þetta eru orð án innihalds. [...] [Saksóknaranum] ber að sýna hlutlægni og virða sannleikann í öllu sem hann gerir.” Málflutningur heldur áfram á morgun og gert er ráð fyrir að honum ljúki á föstudag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15 Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Fjárskortur er ekki gild afsökun stjórnvalds fyrir því að virða ekki mannréttindi” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, gagnrýndi fangelsismálayfirvöld harðlega í málflutningsræðu sinni í dag. 19. maí 2015 16:15
Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11
Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32
Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53
Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48