Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2015 19:00 Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Þá var hann dæmdur til að greiða þrjár fjórðu hluta sakarkostnaðar í málinu. Hann hefur nú óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamáls koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir í c-lið að endurupptökunefnd geti orðið við beiðni um endurupptöku ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Það er á grundvelli þessa ákvæðis sem Ólafur óskar eftir endurupptöku en hann telur að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Al-Thani málinu. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í samtal sem vitnið Bjarnfreður Ólafsson á við vitnið Eggert Hilmarsson. Þar ræðir Bjarnfreður strúktúr viðskiptanna í kringum kaup Al-Thani á bréfum í Kaupþingi og vitnar til samtals sem hann átti við „Óla.“ Í dómi Hæstaréttar er gengið út frá því að umræddur Óli sé Ólafur Ólafsson enda segir í dómnum: „Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin.“Ólafur Ólafsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í markaðsmisnotkun.Í endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar er vitnað til bréfs Bjarnfreðar Ólafssonar til endurupptökunefndar þar sem hann staðfestir að hann hafi í umræddu símtali verið að vitna til Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar lögmanns og sérfræðings í verðbréfamarkaðsrétti en ekki Ólafs Ólafssonar. Þá segir í beiðninni: „Í umfangsmiklum gögnum málsins er hvergi að finna gögn sem gefa til kynna að BÓ (Bjarnfreður Ólafsson) hafi verið í beinum samskiptum við dómfellda um upplegg viðskiptanna eða mögulega flöggunarskyldu hans.“ Þá er í bréfi til endurupptökunefndar vitnað til þess að vitnið Eggert Hilmarsson hafi tvívegis í skýrslutöku hjá lögreglu vitnað til þess að Bjarnfreður hafi notið ráðgjafar téðs Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar í tengslum við viðskipti Al-Thani með hlutabréf í Kaupþingi.Þurfa ekki ætluð mistök að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins til að fallast megi á beiðni um endurupptöku? „Jú, ég tel að það sé rétt. Ef maður skoðar dóm Hæstaréttar og textann sem þar er þá sýnist mér að þessi mistök, sem ég tel að hafi orðið, hafi haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Þórólfur Jónsson sem var verjandi Ólafs í Al-Thani málinu og fer nú með mál hans fyrir endurupptökunefnd. Eru einhver sakamál tekin upp? Hefur endurupptökunefnd fallist á einhverja endurupptökubeiðni í sakamáli frá því sakamálalögin tóku gildi árið 2008? „Mér sýnist við snögga skoðun að það hafi eitt mál verið tekið upp. Þetta er því ákaflega sjaldgæft en reglurnar eru þarna og þeim á að beita við ákveðnar aðstæður.“ Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Þá var hann dæmdur til að greiða þrjár fjórðu hluta sakarkostnaðar í málinu. Hann hefur nú óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamáls koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir í c-lið að endurupptökunefnd geti orðið við beiðni um endurupptöku ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Það er á grundvelli þessa ákvæðis sem Ólafur óskar eftir endurupptöku en hann telur að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Al-Thani málinu. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í samtal sem vitnið Bjarnfreður Ólafsson á við vitnið Eggert Hilmarsson. Þar ræðir Bjarnfreður strúktúr viðskiptanna í kringum kaup Al-Thani á bréfum í Kaupþingi og vitnar til samtals sem hann átti við „Óla.“ Í dómi Hæstaréttar er gengið út frá því að umræddur Óli sé Ólafur Ólafsson enda segir í dómnum: „Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin.“Ólafur Ólafsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í markaðsmisnotkun.Í endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar er vitnað til bréfs Bjarnfreðar Ólafssonar til endurupptökunefndar þar sem hann staðfestir að hann hafi í umræddu símtali verið að vitna til Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar lögmanns og sérfræðings í verðbréfamarkaðsrétti en ekki Ólafs Ólafssonar. Þá segir í beiðninni: „Í umfangsmiklum gögnum málsins er hvergi að finna gögn sem gefa til kynna að BÓ (Bjarnfreður Ólafsson) hafi verið í beinum samskiptum við dómfellda um upplegg viðskiptanna eða mögulega flöggunarskyldu hans.“ Þá er í bréfi til endurupptökunefndar vitnað til þess að vitnið Eggert Hilmarsson hafi tvívegis í skýrslutöku hjá lögreglu vitnað til þess að Bjarnfreður hafi notið ráðgjafar téðs Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar í tengslum við viðskipti Al-Thani með hlutabréf í Kaupþingi.Þurfa ekki ætluð mistök að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins til að fallast megi á beiðni um endurupptöku? „Jú, ég tel að það sé rétt. Ef maður skoðar dóm Hæstaréttar og textann sem þar er þá sýnist mér að þessi mistök, sem ég tel að hafi orðið, hafi haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Þórólfur Jónsson sem var verjandi Ólafs í Al-Thani málinu og fer nú með mál hans fyrir endurupptökunefnd. Eru einhver sakamál tekin upp? Hefur endurupptökunefnd fallist á einhverja endurupptökubeiðni í sakamáli frá því sakamálalögin tóku gildi árið 2008? „Mér sýnist við snögga skoðun að það hafi eitt mál verið tekið upp. Þetta er því ákaflega sjaldgæft en reglurnar eru þarna og þeim á að beita við ákveðnar aðstæður.“
Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira