ÁTVR svarar fyrir sig: „Vangaveltur sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum“ ingvar haraldsson skrifar 15. maí 2015 13:50 Deilt er um rekstur Vínbúða ÁTVR. vísir/stefán ÁTVR hafnar alfarið því sem fram kemur í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Clever Data á rekstri stofnunarinnar. Í skýrslunni er því haldið fram að Vínbúðarhluti ÁTVR stæði ekki undir sér. „Niðurstöður hennar eru vangaveltur sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum og ÁTVR hafnar þeim alfarið. ÁTVR hefur aldrei verið rekin með tapi frá því að áfengisgjöld og tóbaksgjöld voru aðskilin frá rekstrartekjum verslunarinnar,“ segir í tilkynningu frá ÁTVR.Kostnaður vegna áfengis og tóbakssölu ekki sundurgreindur Þá er einnig bent á að ÁTVR er lögum samkvæmt rekin sem ein heild, þ.e.a.s. starfsemin að því er lýtur að smásölu áfengis annars vegar og heildsölu tóbaks hins vegar er ekki aðgreind í rekstri fyrirtækisins eða bókhaldi. „Ljóst er að aðgreindur rekstur hefði í för með sér verulega óhagkvæmni, enda eru veigamiklir rekstrarliðir sameiginlegir báðum þáttum starfseminnar. Nægir hér til dæmis að nefna húsnæðiskostnað, kostnað við meðhöndlun vöru í vöruhúsi, rekstur tölvukerfa, vöruinnkaup, vörudreifingu og launakostnað.“ Þá er einnig bent á að í bókhaldi ÁTVR sé ekki sundurgreint hvernig slíkur kostnaður deilist á milli áfengis- og tóbakshlutans og því séu engin gögn til um kostnaðarskiptingu. Kostnaður vegna vörunotkunar áfengis annars vegar og tóbaks hins vegar sé aðgreindur í rekstrinum og sundurliðaður í ársreikningi fyrirtækisins.ÁTVR ræður ekki álagningu Þá er einnig bent á að ÁTVR ráði ekki álagningu sinni á áfengi og tóbak. Hún sé ákveðin með lögum frá Alþingi. ÁTVR segir þó að heildsala tóbaks skili hlutfallslega meiri hagnaði en smásala áfengis. „Munurinn ræðst fyrst og fremst af ákvörðun Alþingis um álagningu, sem áður er vísað til, og eins því að eðli máls samkvæmt kallar smásala áfengis á talsvert fleiri handtök og meira umstang en heildsala á tóbaki.“ Alþingi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
ÁTVR hafnar alfarið því sem fram kemur í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Clever Data á rekstri stofnunarinnar. Í skýrslunni er því haldið fram að Vínbúðarhluti ÁTVR stæði ekki undir sér. „Niðurstöður hennar eru vangaveltur sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum og ÁTVR hafnar þeim alfarið. ÁTVR hefur aldrei verið rekin með tapi frá því að áfengisgjöld og tóbaksgjöld voru aðskilin frá rekstrartekjum verslunarinnar,“ segir í tilkynningu frá ÁTVR.Kostnaður vegna áfengis og tóbakssölu ekki sundurgreindur Þá er einnig bent á að ÁTVR er lögum samkvæmt rekin sem ein heild, þ.e.a.s. starfsemin að því er lýtur að smásölu áfengis annars vegar og heildsölu tóbaks hins vegar er ekki aðgreind í rekstri fyrirtækisins eða bókhaldi. „Ljóst er að aðgreindur rekstur hefði í för með sér verulega óhagkvæmni, enda eru veigamiklir rekstrarliðir sameiginlegir báðum þáttum starfseminnar. Nægir hér til dæmis að nefna húsnæðiskostnað, kostnað við meðhöndlun vöru í vöruhúsi, rekstur tölvukerfa, vöruinnkaup, vörudreifingu og launakostnað.“ Þá er einnig bent á að í bókhaldi ÁTVR sé ekki sundurgreint hvernig slíkur kostnaður deilist á milli áfengis- og tóbakshlutans og því séu engin gögn til um kostnaðarskiptingu. Kostnaður vegna vörunotkunar áfengis annars vegar og tóbaks hins vegar sé aðgreindur í rekstrinum og sundurliðaður í ársreikningi fyrirtækisins.ÁTVR ræður ekki álagningu Þá er einnig bent á að ÁTVR ráði ekki álagningu sinni á áfengi og tóbak. Hún sé ákveðin með lögum frá Alþingi. ÁTVR segir þó að heildsala tóbaks skili hlutfallslega meiri hagnaði en smásala áfengis. „Munurinn ræðst fyrst og fremst af ákvörðun Alþingis um álagningu, sem áður er vísað til, og eins því að eðli máls samkvæmt kallar smásala áfengis á talsvert fleiri handtök og meira umstang en heildsala á tóbaki.“
Alþingi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira