Óttast að verðbólgubál verði til að verðtryggingin verði ekki afnumin Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2015 19:51 Stjórnarandstaðan hefur slegið öll fyrri met í umræðum um fundarstjórn forseta Alþingis, á tveimur árum hefur kaupmáttur á Íslandi aukist um átta prósent, sem er sagt met, og ríkisstjórnin vill ekki að aðkoma sína í vinnumarkaðsdeilur verði til þess að styrkja stöðu eins hóps í þjóðfélaginu á kostnað annarra. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag þar sem hann sagði miklar líkur á sumarþingi þar sem stjórnarandstaðan hefði slegið fyrri met með því að tala í ellefu klukkutíma undir liðnum fundarstjórn forseta Alþingis frá áramótum.Gróf tegund af málþófi „Þetta er bara málþóf og svolítið gróf tegund af því. Ég skal viðurkenna það að við tókum okkur tíma í að ræða mál sem við höfðum áhyggjur af enn menn gengu ekki svo langt að leggja þennan lið undir jafnvel klukkutímum saman,“ sagði Sigmundur Davíð við Reykjavík síðdegis. Spiluð voru fyrir hann ummæli Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reka ófriðarpólitík þar sem allt logar í verkföllum, menntamálaráðherra geri atlögu að öllum framhaldsskólum landsins og þá nefndi hún að starfsfólk Fiskistofu hefði fengið sér tertu til að fagna að hafa staðið af sér atlögu sjávarútvegsráðherra um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. „Ég hef ekki áður heyrt Svandísi Svavarsdóttur tala vel um það að menn fengju sér köku en það er þá jákvætt að hún skuli finna eitthvað tilefni til þess,“ sagði Sigmundur Davíð eftir að hafa hlustað á Svandísi og vitnaði þar í kökumálið fræga þar sem Sigmundur Davíð var sakaður um að hafa yfirgefið þingsal til að fá sér köku.Stjórnarandstaðan ósátt við að ráða ekki för Sigmundur sagði við Reykjavík síðdegis að stjórnarandstaðan væri mjög ósátt við að ráða ekki för. „Öll þessi tilefni sem þau finna sér til að vera jafn æst og við heyrðum í viðtali við Svandísi á áðan eru mál sem hafa verið til meðferðar á einn eða annan hátt til lengri tíma. Sum hafa verið pólitískt umdeild, en engu að síður mál sem verið er að leiða til lykta á betri hátt en stefndi í fyrir tveimur til fjórum árum síðar,“ sagði Sigmundur.Líkur á sumarþingi Hann var spurður hvort þörf væri á sumarþingi og svaraði hann því að það væri alveg ljóst að þingið mun ekki klárast innan þess ramma sem áætlun um störf þingsins gerir ráð fyrir. „Allavega miðað við þessar endalausu umræður um fundarstjórn forseta. Við munum taka okkur þann tíma sem þarf í að ljúka þingstörfum sem þarf og það vill svo vel til að við höfum sumarið til þess.“Vill auka ráðstöfunartekjur Hann var spurður hvort von væri á útspili frá ríkisstjórninni vegna illdeilna á vinnumarkaði. Sigmundur sagði stjórnina vera tilbúna til að skoða nánast hvað sem er til að auka ráðstöfunartekjur fólks. „En við viljum ekki bæta í verðbólgubálið,“ sagði Sigmundur Davíð en það ástand bitnar að hans sögn verst á þeim sem eru með lágar eða millitekjur. Hann sagði þá sem reka fyrirtæki ráða för þegar kemur að verðhækkunum og þeir sem eru í forystu fyrir þau fyrirtæki semja um sín laun sjálfir og geta því verið fyrri til að hækka laun sín í samræmi við þróun verðlags. „En launþegar þurfa að elta. Þess vegna bitnar verðbólga alltaf verst á fólkinu sem er með lægri tekjur. Við höfum markað mjög skýra stefnu hvað það varðar að við viljum halda áfram að rétta hlut fólks með milli og lægri tekjur.“ Hann sagði tekjubilið líklega aldrei hafa verið minna. „Jöfnuður hefur aukist í tíð þessara ríkisstjórnar vegna þess að breytingarnar á skattkerfinu hafa miðað að því að styrkja stöðu þeirra sem eru með milli eða lægri tekjur.“ Hann sagði mikinn mun á því hvað ólíkum félögum innan verkalýðshreyfingarinnar hugnast. „Sumir vilja sjá aukinn jöfnuð, aðrir tala til dæmis um að menntun sinna félagsmanna sé ekki metin til launa og vilja jafnvel að það dragi í sundur. Það sem við viljum helst er að opna á leiðir til að halda áfram að draga úr launamuni á Íslandi, halda áfram að auka kaupmátt allra hópa en ekki síst lágtekju hópa,“ sagði Sigmundur.„Sem ég held að hljóti að vera met“ Hann sagði að á þeim tveimur árum sem þessi ríkisstjórn hefur verið völd hafi kaupmáttur aukist um átta prósent. „Sem ég held að hljóti að vera met á jafn skömmum tíma. Þeirri kaupmáttar aukningu hefur ekki verið misskipt því hún hefur ekki síður komið til hjá fólki með lægri og millitekjur. Það er reyndar rétt að ákveðnir hópar kunna þar að hafa orðið út undan og það þarf að huga sérstaklega að því. En á þessu tímabili hefur kaupmáttur aukist óvenju mikið og jöfnuður aukist líka og við megum ekki kasta þessum árangri á glæ og kynda undir verðbólgubálið einu sinni enn.“ Hann sagði ríkið verða að sjá til lands ef það á að koma að deilunni á vinnumarkaði. „Við þurfum líka að sjá að verkalýðshreyfingin nái saman um eigin áherslur þannig að aðkoma ríkisins verði ekki til þess að styrkja stöðu eins hóps og gera annan hóp óánægðari.“Hefur áhyggjur af afnámi verðtryggingar Hann sagði vinnuna við afnám gjaldeyrishafta ganga vel og að vinnudeilan hafi ekki áhrif á hana. Hann sagðist þó hafa meiri áhyggjur af því að ef vinnudeilan leiði til verðbólgubáls muni það hafa áhrif á afnám verðtryggingarinnar. „Því stóra tækifærið í þessari lágu verðbólgu er að við komumst út úr þessu verðtryggingarkerfi yfir í nýtt og heilbrigðara fjármálakerfi. En ef að verbólgubálið fer aftur á fullt þá munu menn segja að það sé ekk i óhætt að lána á Íslandi nema verðtryggt.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur slegið öll fyrri met í umræðum um fundarstjórn forseta Alþingis, á tveimur árum hefur kaupmáttur á Íslandi aukist um átta prósent, sem er sagt met, og ríkisstjórnin vill ekki að aðkoma sína í vinnumarkaðsdeilur verði til þess að styrkja stöðu eins hóps í þjóðfélaginu á kostnað annarra. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag þar sem hann sagði miklar líkur á sumarþingi þar sem stjórnarandstaðan hefði slegið fyrri met með því að tala í ellefu klukkutíma undir liðnum fundarstjórn forseta Alþingis frá áramótum.Gróf tegund af málþófi „Þetta er bara málþóf og svolítið gróf tegund af því. Ég skal viðurkenna það að við tókum okkur tíma í að ræða mál sem við höfðum áhyggjur af enn menn gengu ekki svo langt að leggja þennan lið undir jafnvel klukkutímum saman,“ sagði Sigmundur Davíð við Reykjavík síðdegis. Spiluð voru fyrir hann ummæli Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem sagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reka ófriðarpólitík þar sem allt logar í verkföllum, menntamálaráðherra geri atlögu að öllum framhaldsskólum landsins og þá nefndi hún að starfsfólk Fiskistofu hefði fengið sér tertu til að fagna að hafa staðið af sér atlögu sjávarútvegsráðherra um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. „Ég hef ekki áður heyrt Svandísi Svavarsdóttur tala vel um það að menn fengju sér köku en það er þá jákvætt að hún skuli finna eitthvað tilefni til þess,“ sagði Sigmundur Davíð eftir að hafa hlustað á Svandísi og vitnaði þar í kökumálið fræga þar sem Sigmundur Davíð var sakaður um að hafa yfirgefið þingsal til að fá sér köku.Stjórnarandstaðan ósátt við að ráða ekki för Sigmundur sagði við Reykjavík síðdegis að stjórnarandstaðan væri mjög ósátt við að ráða ekki för. „Öll þessi tilefni sem þau finna sér til að vera jafn æst og við heyrðum í viðtali við Svandísi á áðan eru mál sem hafa verið til meðferðar á einn eða annan hátt til lengri tíma. Sum hafa verið pólitískt umdeild, en engu að síður mál sem verið er að leiða til lykta á betri hátt en stefndi í fyrir tveimur til fjórum árum síðar,“ sagði Sigmundur.Líkur á sumarþingi Hann var spurður hvort þörf væri á sumarþingi og svaraði hann því að það væri alveg ljóst að þingið mun ekki klárast innan þess ramma sem áætlun um störf þingsins gerir ráð fyrir. „Allavega miðað við þessar endalausu umræður um fundarstjórn forseta. Við munum taka okkur þann tíma sem þarf í að ljúka þingstörfum sem þarf og það vill svo vel til að við höfum sumarið til þess.“Vill auka ráðstöfunartekjur Hann var spurður hvort von væri á útspili frá ríkisstjórninni vegna illdeilna á vinnumarkaði. Sigmundur sagði stjórnina vera tilbúna til að skoða nánast hvað sem er til að auka ráðstöfunartekjur fólks. „En við viljum ekki bæta í verðbólgubálið,“ sagði Sigmundur Davíð en það ástand bitnar að hans sögn verst á þeim sem eru með lágar eða millitekjur. Hann sagði þá sem reka fyrirtæki ráða för þegar kemur að verðhækkunum og þeir sem eru í forystu fyrir þau fyrirtæki semja um sín laun sjálfir og geta því verið fyrri til að hækka laun sín í samræmi við þróun verðlags. „En launþegar þurfa að elta. Þess vegna bitnar verðbólga alltaf verst á fólkinu sem er með lægri tekjur. Við höfum markað mjög skýra stefnu hvað það varðar að við viljum halda áfram að rétta hlut fólks með milli og lægri tekjur.“ Hann sagði tekjubilið líklega aldrei hafa verið minna. „Jöfnuður hefur aukist í tíð þessara ríkisstjórnar vegna þess að breytingarnar á skattkerfinu hafa miðað að því að styrkja stöðu þeirra sem eru með milli eða lægri tekjur.“ Hann sagði mikinn mun á því hvað ólíkum félögum innan verkalýðshreyfingarinnar hugnast. „Sumir vilja sjá aukinn jöfnuð, aðrir tala til dæmis um að menntun sinna félagsmanna sé ekki metin til launa og vilja jafnvel að það dragi í sundur. Það sem við viljum helst er að opna á leiðir til að halda áfram að draga úr launamuni á Íslandi, halda áfram að auka kaupmátt allra hópa en ekki síst lágtekju hópa,“ sagði Sigmundur.„Sem ég held að hljóti að vera met“ Hann sagði að á þeim tveimur árum sem þessi ríkisstjórn hefur verið völd hafi kaupmáttur aukist um átta prósent. „Sem ég held að hljóti að vera met á jafn skömmum tíma. Þeirri kaupmáttar aukningu hefur ekki verið misskipt því hún hefur ekki síður komið til hjá fólki með lægri og millitekjur. Það er reyndar rétt að ákveðnir hópar kunna þar að hafa orðið út undan og það þarf að huga sérstaklega að því. En á þessu tímabili hefur kaupmáttur aukist óvenju mikið og jöfnuður aukist líka og við megum ekki kasta þessum árangri á glæ og kynda undir verðbólgubálið einu sinni enn.“ Hann sagði ríkið verða að sjá til lands ef það á að koma að deilunni á vinnumarkaði. „Við þurfum líka að sjá að verkalýðshreyfingin nái saman um eigin áherslur þannig að aðkoma ríkisins verði ekki til þess að styrkja stöðu eins hóps og gera annan hóp óánægðari.“Hefur áhyggjur af afnámi verðtryggingar Hann sagði vinnuna við afnám gjaldeyrishafta ganga vel og að vinnudeilan hafi ekki áhrif á hana. Hann sagðist þó hafa meiri áhyggjur af því að ef vinnudeilan leiði til verðbólgubáls muni það hafa áhrif á afnám verðtryggingarinnar. „Því stóra tækifærið í þessari lágu verðbólgu er að við komumst út úr þessu verðtryggingarkerfi yfir í nýtt og heilbrigðara fjármálakerfi. En ef að verbólgubálið fer aftur á fullt þá munu menn segja að það sé ekk i óhætt að lána á Íslandi nema verðtryggt.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Súkkulaðikökuát forsætisráðherra var tekið fyrir í afar vinsælum grínþætti vestanhafs þar sem furðufréttir, sem fólk á erfitt með að trúa að séu sannar, eru til umfjöllunar. 11. maí 2015 12:15