Markaðsmisnotkunarmálið: „Engin áhætta í þessu fyrir mig” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2015 11:01 Desulo Trading keypti tæplega 18 milljónir hluta í bankanum og lánaði Kaupþing Desulo að fullu fyrir kaupunum, að því er segir í ákæru. Veð fyrir láninu var tekið í bréfunum sjálfum en Egill skýrði frá því fyrir dómi í dag hvernig viðskiptin komu til. Vísir/Valli Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik venga hlutabréfakaupa Desulo í bankanum á árinu 2008, þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Félagið keypti tæplega 18 milljónir hluta í bankanum og lánaði Kaupþing Desulo að fullu fyrir kaupunum, að því er segir í ákæru. Veð fyrir láninu var tekið í bréfunum sjálfum en Egill skýrði frá því fyrir dómi í dag hvernig viðskiptin komu til. „Einar Bjarni Sigurðsson [starfsmaður Kaupþings í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils] hafði samband við mig að beiðni Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Einar sagði að þeir vildu gjarnan fá mig í hluthafahóp Kaupþings en ég átti engin hlutabréf þá í Kaupþingi.”Allt í einu búið að kaupa þessi bréf Egill skýrði svo frá því að hann hefði sagt við Einar að hann hefði ekki hug á að kaupa nein hlutabréf. „En þá býður hann mér þessi hlutabréf eingöngu með veði í bréfunum sjálfum og að ég þurfi ekki að leggja fram neinar tryggingar.” Einar sagði Agli síðan að hluturinn í Kaupþingi geti orðið allt að 1% en hann hafi ekki sagt nákvæmlega hversu mikill. „En svo gerast hlutirnir mjög hratt og allt í einu er bara búið að kaupa þessi bréf. Þannig gerðust fyrstu viðskiptin. [...] Það var aldrei óskað eftir því að ég legði fram neitt eigið fé og ég vildi það alls ekki en það var sem sagt engin áhætta í þessu fyrir mig.” Aðspurður kvaðst Egill ekki hafa fylgst með því sjálfur hvernig viðskiptin voru gerð.Bréfin keypt að Agli forspurðum „Ég sá það bara í skýrslum um málið að þetta var alveg fram í september en mig minnir að frá því í maí hafi aldrei verið haft neitt samband við mig út af þessu. Bréfin voru bara keypt. [...] Það var gert að mér forspurðum.” Saksóknari spurði Egil hvort hann hefði undirritað einhverja pappíra tengdum viðskiptum sagði hann svo ekki vera. Hann var þá spurður hvenær hann hefði komist að þessum miklum viðskiptum sem Desulo átti með hlutabréf í Kaupþingi. „Þegar ég las Rannsóknarskýrslu Alþingis,” svaraði Egill þá.Kannast ekki við að hafa verið agressívur fjárfestir Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar, spurði Egil því næst út úr og kom þá fram að Einar Bjarni sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að Egill hefði verið “aggressívur fjárfestir.” Egill vildi ekki kannast við þessa lýsingu á sjálfum sér. Þá kom jafnframt fram að Egill hafði undirritað skjal þar sem hann gerðist “beneficial owner” félagsins Desulo. Kristín sagði að það væri því ekki rétt hjá honum að hann hefði ekki undirritað nein skjöl. „Þetta eru einu skjölin sem ég undirritaði, þessi upphafsskjöl. Annað ekki. Þeir framkvæmdu þetta án minnar vitneskju, kaupin voru ekki borin undir mig,” sagði Egill. Hann sagði svo að hann hefði beðið Einar um að losa sig út úr félaginu því honum hafi fundist þetta orðið “óþægilegt” og hann var „kominn í vandræði út af þessu.” Þessi orð Egils stangast á við skýrslu Einars Bjarna hjá lögreglu þar sem hann sagði að Egill hefði aldrei beðið beint um að hann yrði leystur undan félaginu. Fyrir dómi í dag sagði Egill að þetta væri einfaldlega ekki rétt hjá Einari.Einar Bjarni og Egill náskyldir Kristín spurði hann þá hvort hann hafi sagt Einari í nóvember 2009 að hann vildi selja Desulo. Egill kvaðst ekki muna það en Kristín sagði þá að salan hafi farið fram á þessum tíma og sagði það því ekki geta verið rétt að Egill hafi ekkert vitað um Desulo eða viðskipti félagsins fyrr en eftir að rannsóknarskýrslan kom út í apríl 2010. „Ég sagði að ég vissi ekki fyrr en þá hversu mikið umfangið var í kaupunum. Ég bara vissi að það hefðu verið keypt bréf en ekki hversu mikið.” Við lok skýrslutökunnar spurði Kristín svo út í tengsl Egils og Einars Bjarna. Kom þá í ljós að Einar Bjarni er systursonur konu Egils. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. 12. maí 2015 14:18 Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. 12. maí 2015 16:12 Veðið vegna hlutabréfakaupa Skúla í Kaupþingi „bara smotterí” Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, bað Skúla Þorvaldsson um að gerast hluthafi í Kaupþingi og sagði að bankinn gæti lánað honum fyrir kaupunum. 12. maí 2015 20:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Egill Ágústsson, eigandi eignarhaldsfélagsins Desulo Trading Ltd, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur Kaupþings eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik venga hlutabréfakaupa Desulo í bankanum á árinu 2008, þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Félagið keypti tæplega 18 milljónir hluta í bankanum og lánaði Kaupþing Desulo að fullu fyrir kaupunum, að því er segir í ákæru. Veð fyrir láninu var tekið í bréfunum sjálfum en Egill skýrði frá því fyrir dómi í dag hvernig viðskiptin komu til. „Einar Bjarni Sigurðsson [starfsmaður Kaupþings í Lúxemborg og viðskiptastjóri Egils] hafði samband við mig að beiðni Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Einar sagði að þeir vildu gjarnan fá mig í hluthafahóp Kaupþings en ég átti engin hlutabréf þá í Kaupþingi.”Allt í einu búið að kaupa þessi bréf Egill skýrði svo frá því að hann hefði sagt við Einar að hann hefði ekki hug á að kaupa nein hlutabréf. „En þá býður hann mér þessi hlutabréf eingöngu með veði í bréfunum sjálfum og að ég þurfi ekki að leggja fram neinar tryggingar.” Einar sagði Agli síðan að hluturinn í Kaupþingi geti orðið allt að 1% en hann hafi ekki sagt nákvæmlega hversu mikill. „En svo gerast hlutirnir mjög hratt og allt í einu er bara búið að kaupa þessi bréf. Þannig gerðust fyrstu viðskiptin. [...] Það var aldrei óskað eftir því að ég legði fram neitt eigið fé og ég vildi það alls ekki en það var sem sagt engin áhætta í þessu fyrir mig.” Aðspurður kvaðst Egill ekki hafa fylgst með því sjálfur hvernig viðskiptin voru gerð.Bréfin keypt að Agli forspurðum „Ég sá það bara í skýrslum um málið að þetta var alveg fram í september en mig minnir að frá því í maí hafi aldrei verið haft neitt samband við mig út af þessu. Bréfin voru bara keypt. [...] Það var gert að mér forspurðum.” Saksóknari spurði Egil hvort hann hefði undirritað einhverja pappíra tengdum viðskiptum sagði hann svo ekki vera. Hann var þá spurður hvenær hann hefði komist að þessum miklum viðskiptum sem Desulo átti með hlutabréf í Kaupþingi. „Þegar ég las Rannsóknarskýrslu Alþingis,” svaraði Egill þá.Kannast ekki við að hafa verið agressívur fjárfestir Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar, spurði Egil því næst út úr og kom þá fram að Einar Bjarni sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að Egill hefði verið “aggressívur fjárfestir.” Egill vildi ekki kannast við þessa lýsingu á sjálfum sér. Þá kom jafnframt fram að Egill hafði undirritað skjal þar sem hann gerðist “beneficial owner” félagsins Desulo. Kristín sagði að það væri því ekki rétt hjá honum að hann hefði ekki undirritað nein skjöl. „Þetta eru einu skjölin sem ég undirritaði, þessi upphafsskjöl. Annað ekki. Þeir framkvæmdu þetta án minnar vitneskju, kaupin voru ekki borin undir mig,” sagði Egill. Hann sagði svo að hann hefði beðið Einar um að losa sig út úr félaginu því honum hafi fundist þetta orðið “óþægilegt” og hann var „kominn í vandræði út af þessu.” Þessi orð Egils stangast á við skýrslu Einars Bjarna hjá lögreglu þar sem hann sagði að Egill hefði aldrei beðið beint um að hann yrði leystur undan félaginu. Fyrir dómi í dag sagði Egill að þetta væri einfaldlega ekki rétt hjá Einari.Einar Bjarni og Egill náskyldir Kristín spurði hann þá hvort hann hafi sagt Einari í nóvember 2009 að hann vildi selja Desulo. Egill kvaðst ekki muna það en Kristín sagði þá að salan hafi farið fram á þessum tíma og sagði það því ekki geta verið rétt að Egill hafi ekkert vitað um Desulo eða viðskipti félagsins fyrr en eftir að rannsóknarskýrslan kom út í apríl 2010. „Ég sagði að ég vissi ekki fyrr en þá hversu mikið umfangið var í kaupunum. Ég bara vissi að það hefðu verið keypt bréf en ekki hversu mikið.” Við lok skýrslutökunnar spurði Kristín svo út í tengsl Egils og Einars Bjarna. Kom þá í ljós að Einar Bjarni er systursonur konu Egils.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. 12. maí 2015 14:18 Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. 12. maí 2015 16:12 Veðið vegna hlutabréfakaupa Skúla í Kaupþingi „bara smotterí” Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, bað Skúla Þorvaldsson um að gerast hluthafi í Kaupþingi og sagði að bankinn gæti lánað honum fyrir kaupunum. 12. maí 2015 20:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ekki ljóstrað upp um mörg leyndarmál á fundi vitnis með verjanda Hreiðars Komið hefur fram við réttarhöldin í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings að tvö vitni áttu fundi með verjendum í málinu áður en þau komu fyrir dóminn. 12. maí 2015 14:18
Markaðsmisnotkunarmálið: „Nej, det är inte Eggert, det är Magnus” Það er vel þegið í dómsal þegar tækifæri gefst til þess að hlæja þar sem stemningin þar er oftast frekar alvarleg. 12. maí 2015 16:12
Veðið vegna hlutabréfakaupa Skúla í Kaupþingi „bara smotterí” Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, bað Skúla Þorvaldsson um að gerast hluthafi í Kaupþingi og sagði að bankinn gæti lánað honum fyrir kaupunum. 12. maí 2015 20:30