Erlent

Auðjöfur bauð þúsundum starfsmanna í lúxusferð til Frakklands

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hér sést Li í skrúðgöngu sem farin var í ferðinni.
Hér sést Li í skrúðgöngu sem farin var í ferðinni. Vísir/AFP
Kínverski milljarðamæringurinn Li Jinyan, forseti Tiens Group, bauð rúmlega helmingi starfsmanna sinna í fjögurra daga leyfi til Parísar og Suður-Frakklands, nánar tiltekið frönsku rivíerunnar.

Kostnaðurinn við ferðina hleypur á tæpum fimm milljörðum króna. Tilefnið er að 20 ár eru frá því að viðskiptasamband hófst á milli Tiens Group og fyrirtækja á frönsku rivíerunni en félagið var stofnað árið 1995.

Jinyan, sem er samkvæmt Forbes 24. ríkasti maður heims, bókaði um 140 hótel í París fyrir þá 6.400 starfsmenn sem boðið var í ferðina. Starfsmennirnir áttu svo kost á að fara í ferðir á áhugaverða staði í París, svo sem Louvre-safnið og Eiffel-turninn.

Auðjöfurinn bókaði svo um 7.600 lestarsæti til frönsku rivíerunnar en bæta þurfti við lestum og starfsmönnum á þeirri leið, að því er International Business Times greinir frá.

Hápunktur ferðarinnar var svo þegar að starfsemnnirnir stöfuðu orðin „Tiens dream is Nice in the Cote d'Azur“ með því að raða sér upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×