Handbolti

Lærisveinar Arons í góðri stöðu í úrslitaeinvíginu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Kristjánsson er einum leik frá öðrum meistaratitlinum í röð í Danmörku.
Aron Kristjánsson er einum leik frá öðrum meistaratitlinum í röð í Danmörku. vísir/daníel
Lærisveinar landsliðsþjálfarans Arons Kristjánssonar í KIF Kolding Köbenhavn eru í góðum málum í úrslitaeinvíginu um danska meistaratitilinn.

KIF vann fyrri leikinn á útivelli gegn Skjern í kvöld, 30-24, og má því tapa með fimm mörkum á heimavelli í seinni leiknum en yrði samt meistari.

Lærisveinar Arons hefðu getað verið í enn betri stöðu því þeir réðu lögum og lofum í leiknum og náðu mest níu marka forskoti þegar tíu mínútur voru eftir, 27-18.

Skjern klóraði í bakkann á síðustu mínútunum en þarf að vinna upp sex marka mun á útivelli eigi Aron ekki að fagna meistaratitlinum annað árið í röð.

Magnus Landin Jacobsen, bróðir landsliðsmarkvarðarins Niclas Landin, var markahæstur gestanna í kvöld með sjö mörk, en stórskyttan Kim Anderson skoraði sex mörk.

Kasper Hvidt fór á kostum í markinu og varði 15 skot, en hann var með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×