Handbolti

Árni Þór gerði nýjan tveggja ára samning við EHV Aue

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vísir/Arnþór
Árni Þór Sigtryggsson hefur framlengt samning sinn við þýska handboltafélagið EHV Aue til ársins 2017. Árni tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í dag.

Árni, sem er þrítugur, hefur verið í herbúðum Aue frá árinu 2013 en hann kom til liðsins frá TSG Friesenheim.

Árni, sem leikur í stöðu hægri skyttu, hefur skorað 76 mörk fyrir Aue í 26 leikjum í vetur. Aue er í 8. sæti næstefstu deildar í Þýskalandi.

Árni er einn fimm Íslendinga hjá Aue en auk hans eru þeir Bjarki Már Gunnarsson, Sveinbjörn Pétursson, Hörður Sigþórsson og Sigtryggur Rúnarsson á mála hjá félaginu. Þá er bróðir Árna, Rúnar, þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×