Handbolti

Ekkert fær Barcelona stöðvað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur í leik með Barcelona.
Guðjón Valur í leik með Barcelona. vísir/barcelona
Ekkert stöðvar Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta, en þeir hafa ekki tapað leik í deildinni í vetur. Þeir unnu Ademar León í dag, 40-29.

Barcelona var í miklu stuði í dag og var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14. Þeir bættu svo við í síðari hálfleik og unnu að lokum ellefu marka sigur, 40-29.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk úr átta skotum fyrir Barcelona. Hann skoraði tvö mörk úr horninu, eitt af vítalínunni, tvö úr hraðaupphlaupum og tvö fyrir utan punktalínuna.

Kiri Lazarov var markahæstur hjá Barcelona með átta mörk, en Guðjón Valur var næstmarkahæstur.

Barcelona er skiljanlega á toppnum með fullt hús stiga eða 58 stig.  Næsti lið, Naturhouse La Rioja, er með 46 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×