Handbolti

Alfreð þjálfari ársins í Þýskalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð var baðaður í bjór að þýskum sið eftir leikinn gegn Lemgo.
Alfreð var baðaður í bjór að þýskum sið eftir leikinn gegn Lemgo. vísir/getty
Sem kunnugt er varð Kiel þýskur meistari í kvöld, í 20. sinn í sögu félagsins, eftir fjögurra marka sigur á Lemgo, 33-29, í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Sjá einnig: Aron kvaddi með meistaratitli.

Ekki nóg með það heldur fékk Alfreð Gíslason viðurkenningu fyrir leikinn fyrir að vera þjálfari ársins í Þýskalandi.

Þetta er í fjórða sinn sem Alfreð hlýtur þessa nafnbót en hann hlaut hana fyrst árið 2002 þegar hann var þjálfari Magdeburg. Hann var svo valinn þjálfari ársins 2009, á sínu fyrsta tímabili með Kiel, og aftur þremur árum síðar.

Enginn hefur hlotið þessa nafnbót oftar en Alfreð en gamla metið átti Noka Serdarusic, forveri Alfreðs hjá Kiel, en var valinn þjálfari ársins þrjú ár í röð, 2006-08.

Alfreð hefur sjö sinnum orðið Þýskalandsmeistari sem þjálfari, fjórum sinnum bikarmeistari og þrisvar sinnum hefur hann stýrt liði til sigurs í Meistaradeild Evrópu.


Tengdar fréttir

Aron kvaddi Kiel með meistaratitli | Myndir

Aron Pálmarsson lék sinn síðasta leik með Kiel þegar liðið vann öruggan fjögurra marka sigur, 33-29, á Lemgo á heimavelli í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×