Barcelona meistari í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2015 20:30 Suarez fagnar marki sínu. vísir/afp Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Luis Suarez reyndist hetjan. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir sem voru mikið mun meira með boltann í leiknum, en Morata jafnaði. Luis Suarez skoraði svo rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Neymar gerði þriðja markið í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Fyrsta markið kom eftir fjögurra mínútna leik, en það skoraði Ivan Rakitic eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sinna. Sextán sendingar innan liðsins sem skilaði marki. Barcelona fékk einnig gott færi um miðjan hálfleikinn, en mögnuð markvarsla Gianlugi Buffon kom í veg fyrir annað mark Börsunga. Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur, en ekki bar mikið á milli liðanna. Barcelona var meira með boltann, en staðan í hálfleik; 1-0, Barcelona í vil. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega því á 55. mínútu jöfnuðu ítölsku meistararnir. Alvaro Morata skoraði þá fimmta mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu eftir að hafa hirt frákastið, en Marc-Andre ter Stegen varði skot Tevez út í teiginn. Jafnt og veislan rétt að byrja. Á 67. mínútu vildi Paul Pogba fá vítaspyrnu, en Cuneyt Cakir, dómarinn frá Tyrklandi, lét sér fátt um finnast. Spánverjarnir geystust í sókn og komust yfir með marki frá Luis Suarez. Lionel Messi átti þá þrumuskot að marki sem Gianlugi Buffon varði út í teiginn. Þar var Suarez mættur eins og gammur og kláraði færið, en Buffon átti líklega að gera betur í markinu. Þeir virtust vera að gera út um leikinn á 72. mínútu þegar Neymar skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf, en sprotadómarinn dæmdi brot. Í endursýningu kom í ljós að Neymar hafði skallað boltann í höndina á sér og inn. Hárréttur dómur hjá tyrkneska dómarateyminu. Mínúturnar liðu og leikmenn Juventus reyndu allt hvað þeir gátu til þess jafna metin, en allt kom fyrir ekki. Neymar gerði svo þriðja mark Barcelona í uppbótartíma eftir skyndisókn. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu því leiktímabilið 2014/2015 og því að vinna Meistaradeild Evrópu eða Evrópukeppnina í fimmta sinn! Sögulegt tímabil hjá Barcelona að baki. Luis Enrique stýrði Börsungum til sigurs í Meistaradeildinni, spænska bikarnum og í spænsku deildinni og liðið hirti því hina svokölluðu þrennu.Rakitic kemur Barcelona yfir: Morata jafnar fyrir Juventus: Suarez kemur Barcelona í 1-2: Neymar kemur Barcelona í 3-1: Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Barcelona stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum í Berlín í kvöld. Luis Suarez reyndist hetjan. Ivan Rakitic kom Börsungum yfir sem voru mikið mun meira með boltann í leiknum, en Morata jafnaði. Luis Suarez skoraði svo rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Neymar gerði þriðja markið í uppbótartíma. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega. Fyrsta markið kom eftir fjögurra mínútna leik, en það skoraði Ivan Rakitic eftir frábæran undirbúning liðsfélaga sinna. Sextán sendingar innan liðsins sem skilaði marki. Barcelona fékk einnig gott færi um miðjan hálfleikinn, en mögnuð markvarsla Gianlugi Buffon kom í veg fyrir annað mark Börsunga. Fyrri hálfleikurinn var fjörlegur, en ekki bar mikið á milli liðanna. Barcelona var meira með boltann, en staðan í hálfleik; 1-0, Barcelona í vil. Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega því á 55. mínútu jöfnuðu ítölsku meistararnir. Alvaro Morata skoraði þá fimmta mark sitt í Meistaradeildinni á tímabilinu eftir að hafa hirt frákastið, en Marc-Andre ter Stegen varði skot Tevez út í teiginn. Jafnt og veislan rétt að byrja. Á 67. mínútu vildi Paul Pogba fá vítaspyrnu, en Cuneyt Cakir, dómarinn frá Tyrklandi, lét sér fátt um finnast. Spánverjarnir geystust í sókn og komust yfir með marki frá Luis Suarez. Lionel Messi átti þá þrumuskot að marki sem Gianlugi Buffon varði út í teiginn. Þar var Suarez mættur eins og gammur og kláraði færið, en Buffon átti líklega að gera betur í markinu. Þeir virtust vera að gera út um leikinn á 72. mínútu þegar Neymar skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf, en sprotadómarinn dæmdi brot. Í endursýningu kom í ljós að Neymar hafði skallað boltann í höndina á sér og inn. Hárréttur dómur hjá tyrkneska dómarateyminu. Mínúturnar liðu og leikmenn Juventus reyndu allt hvað þeir gátu til þess jafna metin, en allt kom fyrir ekki. Neymar gerði svo þriðja mark Barcelona í uppbótartíma eftir skyndisókn. Barcelona vann Meistaradeild Evrópu því leiktímabilið 2014/2015 og því að vinna Meistaradeild Evrópu eða Evrópukeppnina í fimmta sinn! Sögulegt tímabil hjá Barcelona að baki. Luis Enrique stýrði Börsungum til sigurs í Meistaradeildinni, spænska bikarnum og í spænsku deildinni og liðið hirti því hina svokölluðu þrennu.Rakitic kemur Barcelona yfir: Morata jafnar fyrir Juventus: Suarez kemur Barcelona í 1-2: Neymar kemur Barcelona í 3-1:
Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira