Isha Johansen, forseti knattspyrnusambands Síerra Leóne, segir að tími sé kominn á breytingar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA.
Mikill stormur er í kringum sambandið þessa dagana vegna gríðarlegra spillingarmála sem bandarísk dómsmálayfirvöld hafa til rannsóknar.
Johansen vill fá fleiri konur í stjórnunarstöður hjá FIFA, en aðeins ein kona er í 21 manns framkvæmdastjórn FIFA. Þá eru aðeins tvær konur formenn knattspyrnusambandanna 209 sem hafa aðild að FIFA.
„Það er komin tími á breytingar, það er klárt. En konur verða að komast í stjórnunarstöður á eigin verðleikum. Við verðum að sanna hvað við getum gert. Ég er ekki hrifin af kvótum. Þetta snýst bara um hver er hæfastur í starfið,“ segir Johansen í viðtali við Sky Sports.
„Það hefur verið komið illa fram við mig áður, en nú hef ég sjálfstraust til að segja að ég get breytt hlutunum og mennirnir vita að konurnar eru að koma,“ segir Isha Johansen.
Ekki nóg af konum í stjórnunarstöðum hjá FIFA

Tengdar fréttir

Sætir Blatter rannsókn hjá FBI?
ABC News í Bandaríkjunum telur að Sepp Blatter sé í hópi þeirra sem liggi undir grun fyrir spillingu.

Styrktaraðilar FIFA fagna brotthvarfi Blatter
Visa, Coca-Cola og McDonald's segja brýnt að frekari umbætur verði gerðar innan FIFA.

Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu
Jack Warner er búinn að láta lögfræðinga sína hafa skjöl sem tengja FIFA við allskonar spillingarmál.

Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna
Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær.

Játaði margra ára mútuþægni og fjárglæfrastarfsemi
Mútuþægni FIFA hófst fyrir aldamót segir Chuck Blazer sem eitt sinn var hátt settur innan FIFA.