Fótbolti

Ekki nóg af konum í stjórnunarstöðum hjá FIFA

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Isha Johansen.
Isha Johansen. vísir/getty
Isha Johansen, forseti knattspyrnusambands Síerra Leóne, segir að tími sé kominn á breytingar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA.

Mikill stormur er í kringum sambandið þessa dagana vegna gríðarlegra spillingarmála sem bandarísk dómsmálayfirvöld hafa til rannsóknar.

Johansen vill fá fleiri konur í stjórnunarstöður hjá FIFA, en aðeins ein kona er í 21 manns framkvæmdastjórn FIFA. Þá eru aðeins tvær konur formenn knattspyrnusambandanna 209 sem hafa aðild að FIFA.

„Það er komin tími á breytingar, það er klárt. En konur verða að komast í stjórnunarstöður á eigin verðleikum. Við verðum að sanna hvað við getum gert. Ég er ekki hrifin af kvótum. Þetta snýst bara um hver er hæfastur í starfið,“ segir Johansen í viðtali við Sky Sports.

„Það hefur verið komið illa fram við mig áður, en nú hef ég sjálfstraust til að segja að ég get breytt hlutunum og mennirnir vita að konurnar eru að koma,“ segir Isha Johansen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×