Vilja tvær milljónir vegna handtakna í Gálgahrauni Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2015 15:23 Ómar Ragnarsson er einn þeirra tíu sem höfðað hafa skaðabótamál gegn ríkinu. Vísir/GVA Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. Hvert þeirra fara fram á tvær milljónir króna í skaðabætur. Níumenningarnir svokölluðu úr Gálgahrauni, koma ekki að málinu. Sjá einnig: „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Í stefnu Ómars Ragnarssonar kemur fram að hann hafi komið gangandi með öðrum manni að hrauninu mánudaginn 21. október 2013. Framkvæmdir höfðu hafist þá um morguninn við afar umdeilda lagningu Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun, en á þeim tíma var ekki fengin niðurstaða í ágreiningsmál sem voru til meðferðar fyrir dómstólum um lögmæti vegagerðarinnar.“ Þar var hópur fólks að mótmæla vegagerðinni og settist Ómar niður með þeim. Þá mun lögreglan hafa komið skömmu seinna og skipað þeim að færa sig út fyrir svæði sem þá var sagt vera vinnusvæði. Því næst hófu lögregluþjónar að bera mótmælendur út fyrir svæðið. Í stefnunni segir að Ómar hafi ekki veitt mótspyrnu.Margir mótmælendur voru handteknir í Gálgahrauni.Vísir/GVAHandtökur skipulagðar fyrirfram Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu ásamt fleira fólki. Þá var hann vistaður í fangaklefa ásamt fleirum og látin laus skömmu síðar. Ómari varð boðin sektargerð að upphæð tíu þúsund krónur. Honum var gefið að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og ástæða handtöku samkvæmt lögregluskýrslu hafi einnig verið að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Í stefnunni segir þó að dagsetningar í skýrslu lögreglu sýni ásetning. Þar megi sjá að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar á föstudeginum 18. október. Handtökuskýrslur og sektargerðir hafi verið undirbúnar fyrirfram. Þá segir að aðgerðir og valdbeiting lögreglu hafi verið úr hófi og ekki í samræmi við tilefnið. Um fimmtíu til sextíu lögreglumenn hafi verið í Gálgahrauni og hafi þeior verið mun fleiri en mótmælendurnir. Þar að auki voru lögregluþjónarnir vopnaðir gasbrúsum, kylfum og handjárnum. Samkvæmt stefnunni var brotavettvangurinn útbúinn af lögreglu samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun til þess að reyna að búa til eitthvert handtökutilefni þegar það hafi ekki verið fyrir hendi. „Þetta var gert með því að afmarka nýtt svæði með borðum um leið og búið var að færa stefnand og aðra út fyrir hið fyrra svæði án þess að nokkrum reglum um afmörkun vinnusvæðis væri fylgt. Stefnandi og aðrir þeir sem höfðu sest niður utan borða voru því skyndilega fyrir innan þá án nokkurrar skýringar.“ Aðalmeðferð málsins verður haldin í september. Tengdar fréttir „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Tíu mótmælendur sem handteknir voru í Gálgahrauni 21. október 2013 hafa höfðað skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætra handtakna, frelsissviptinga og vistuna í fangaklefum. Hvert þeirra fara fram á tvær milljónir króna í skaðabætur. Níumenningarnir svokölluðu úr Gálgahrauni, koma ekki að málinu. Sjá einnig: „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Í stefnu Ómars Ragnarssonar kemur fram að hann hafi komið gangandi með öðrum manni að hrauninu mánudaginn 21. október 2013. Framkvæmdir höfðu hafist þá um morguninn við afar umdeilda lagningu Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun, en á þeim tíma var ekki fengin niðurstaða í ágreiningsmál sem voru til meðferðar fyrir dómstólum um lögmæti vegagerðarinnar.“ Þar var hópur fólks að mótmæla vegagerðinni og settist Ómar niður með þeim. Þá mun lögreglan hafa komið skömmu seinna og skipað þeim að færa sig út fyrir svæði sem þá var sagt vera vinnusvæði. Því næst hófu lögregluþjónar að bera mótmælendur út fyrir svæðið. Í stefnunni segir að Ómar hafi ekki veitt mótspyrnu.Margir mótmælendur voru handteknir í Gálgahrauni.Vísir/GVAHandtökur skipulagðar fyrirfram Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu ásamt fleira fólki. Þá var hann vistaður í fangaklefa ásamt fleirum og látin laus skömmu síðar. Ómari varð boðin sektargerð að upphæð tíu þúsund krónur. Honum var gefið að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og ástæða handtöku samkvæmt lögregluskýrslu hafi einnig verið að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Í stefnunni segir þó að dagsetningar í skýrslu lögreglu sýni ásetning. Þar megi sjá að aðgerðirnar hafi verið skipulagðar á föstudeginum 18. október. Handtökuskýrslur og sektargerðir hafi verið undirbúnar fyrirfram. Þá segir að aðgerðir og valdbeiting lögreglu hafi verið úr hófi og ekki í samræmi við tilefnið. Um fimmtíu til sextíu lögreglumenn hafi verið í Gálgahrauni og hafi þeior verið mun fleiri en mótmælendurnir. Þar að auki voru lögregluþjónarnir vopnaðir gasbrúsum, kylfum og handjárnum. Samkvæmt stefnunni var brotavettvangurinn útbúinn af lögreglu samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun til þess að reyna að búa til eitthvert handtökutilefni þegar það hafi ekki verið fyrir hendi. „Þetta var gert með því að afmarka nýtt svæði með borðum um leið og búið var að færa stefnand og aðra út fyrir hið fyrra svæði án þess að nokkrum reglum um afmörkun vinnusvæðis væri fylgt. Stefnandi og aðrir þeir sem höfðu sest niður utan borða voru því skyndilega fyrir innan þá án nokkurrar skýringar.“ Aðalmeðferð málsins verður haldin í september.
Tengdar fréttir „Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04 „Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00 Handtaka í Gálgahrauni 27. desember 2013 07:00 Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Fólk á rétt á því að vera með friðsamleg mótmæli“ Gunnsteinn Ólafsson segir að Hæstiréttur hafi hlustað á rökstuðning mótmælenda í Gálgahrauni og að dómurinn sé ákveðinn léttir. 28. maí 2015 17:04
„Þetta er fullkomin valdníðsla“ Níumenningarnir úr Gálgahrauni fóru með mál sitt fyrir Hæstarétt í morgun. 21. maí 2015 15:00
Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu "Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur. 22. nóvember 2013 15:15