Fótbolti

Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blatter gengur af sviðinu í dag.
Blatter gengur af sviðinu í dag. Vísir/AFP
Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni hætta við fyrsta hentuga tækifæri sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Í reglum FIFA segir að boða verði til nýrra kosninga með minnst fjögurra mánaða fyrirvara en framkvæmdastjórn sambandsins þarf að taka ákvörðun um hvenær aukaþing sambandsins geti farið fram og tilheyrandi forsetakjör.

Á blaðamannafundi FIFA í dag var tilkynnt að aukaþingið geti í fyrsta lagi farið fram í desember og í síðasta lagi í mars á næsta ári.

Í síðustu viku var Blatter endurkjörinn forseti FIFA til næstu fimm ára en rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum FIFA hefur varpað miklum skugga á starf sambandsins síðustu ár og áratugi.

Blatter sagði í dag að hann vildi ekki bíða með að segja af sér þar til á ársþingi FIFA á næsta ári.


Tengdar fréttir

Blatter hættir sem forseti FIFA

Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×